19. júní - 19.06.1996, Side 71
Frá starfi KRFI
Ársskýrsla
Kvenréttindafélags íslands
í byrjun janúar þessa árs lést einn af
heiðursfélögum félagsins, Dr. Anna Sig-
urðardóttir. Anna lagði fram mikið starf
til félagsins sem seint verður fullþakkað.
Hún gekk í félagið árið 1947, stofnaði
Kvenréttindafélag Eskifjarðar árið 1950
og var formaður þess til ársins 1957.
Anna átti sæti í stjórn Kvenréttindafélags
íslands í rúman áratug, var starfsmaður á
skrifstofu félagsins um sex ára skeið og
sat sem fulltrúi félagsins á þingum Al-
þjóðasamtaka kvenréttindafélaga um ára-
bil. Árið 1977 var Anna gerð að heiðurs-
félaga Kvenréttindafélags íslands. Auk
starfa Önnu í þágu félagsins, nutu fleiri
atorku hennar og starfsþreks, en hún
stofnaði meðal annarra Kvennasögusafn
Islands og var forstöðumaður þess til
dauðadags. Hún var útnefnd heiðursdokt-
or við heimspekideild Háskóla íslands
árið 1986 fyrir störf sín að kvennasögu,
rannsóknum og ritun. Félagið er þakklátt
fyrir óeigingjarnt starf Önnu Sigurðar-
dóttur í þágu kvennahreyfingarinnar og
minnist hennar með virðingu.
framhald á bls. 70
Morgunverdarfundur um jafnréttisfrædslu á
Kornlilöðuloftinu. Framsögumenn voru Björn
Bjarnason menntamálaráðherra, Inga Sigurðar-
dóttir kennari, Ólafur Proppé prófessor og Sig-
rún Erla Egilsdóttir kvennafulltrúi Stúdenta-
ráðs. Fundi stýröi Áslaug Brynjólfsdóttir
fræðslustjóri en fundinn sóttu 33 manns.
ykkur verkin
Sparíé peninga.
Umboðsmenn um allt land
FÁLKINN
Sími 581-4670
Hún blandar, hnoðar, lyftir og
bakar, „alltaf nýbakað", brauð
að eigin vali og án
allra aukaefna.
Með einu brauði á dao
sparast ca. 30-35 búsund
krónur á ári ÞÉR í HAG!!!
MELISSA
BMH-550
er sjálfvirk
brauðbökunarvél.
Verð kr. 21.042, eða
aðeins kr. 1 9.990 stgr.
Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans
69 19.júní
RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS