19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 73
Frá starfi KRFI
námsstjóri, Þorvaldur Karl Helgason forstöðu-
maður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, Sóley
Bender lektor, Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir,
Sigurður Snævarr hagfræðingur og Gígja Sig-
urðardóttir og Sveinn Helgason töluðu í nafni
foreldra.
Umræðustjóri var Ingibjörg Broddadóttir,
deildarsérfræðingur í félagsmálaráðuneyti.
Málþingið sóttu 25 manns.
Launamisréttið eykst -
Hvað er til ráða?
Þann 16. maí var haldinn morgunverðar-
fundur um skýrslu Jafnréttisráðs um launa-
myndun og kynbundinn launamun, á Hótel
Sögu. Lára V. Júlíusdóttir, fráfarandi formaður
Jafnréttisráðs, Guðrún Hallgrímsdóttir verk-
fræðingur og Guðrún Guðmundsdóttir lækna-
uemi héldu framsöguerindi en að því loknu
voru umræður. Fundinn sóttu 65 manns og í
lok fundar var samþykkt áskorun til stjórn-
valda um að grípa strax til aðgerða til að upp-
ræta kynbundið launamisrétti, en Alþingi ís-
lendinga var sett sama dag. Ályktunin var send
öllum Alþingismönnum og félagsmálaráð-
herra.
Einoka mæður börnin sín?
Þann 14. september var haldinn morgun-
verðarfundur á Hótel Sögu um föðurhlutverk-
ið. Svíinn Göran Wimmerström, sem þekktur
er í heimalandi sínu fyrir feðrafræðslu og með-
ferð á körlum er beita ofbeldi, hélt erindi um
þátttöku feðra í uppeldi barna sinna á fyrstu
æviárum þeirra. Göran er einn af frumkvöðl-
unum í jafnréttisbaráttu karla í Svíþjóð en
Kvenréttindafélag íslands átti þátt í að undir-
búa komu hans hingað í samstarfi við karla-
nefnd Jafnréttisráðs og jafnréttisnefnd Reykja-
víkurborgar. Málfríður Gísladóttir var fulltrúi
KRFI í undirbúningnum. Fundarstjóri á fund-
inum var Hrund Hafsteinsdóttir en hann sóttu
36 manns.
24. október - 20 ár frá
kvennafrídegi
Þann 24. október stóð félagið ásamt fleiri
samtökum að undirbúningi hátíðarfundar í ís-
lensku óperunni vegna 20 ára afmælis kvenna-
frídagsins, 24. október 1975. Að fundinum
stóðu fulltrúar stjórnmálaflokkanna, ASI,
BSRB, SFR, KÍ og KRFÍ auk Skrifstofu jafnrótt-
ismála. Framkvæmdastjórn skipuðu Steinunn
V. Oskarsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir og
Bryndís Hlöðversdóttir. Á hátíðarfundinum
var fluttur leikþáttur sem Þórhildur Þorleifs-
dóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir sömdu, en
Þórhildur leikstýrði jafnframt. Heiðursgestur
fundarins var frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg-
arstjóri, hélt hátíðarræðu. Konur úr
sönghópnum Áfram stelpur sungu gömul
baráttulög. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir var
kynnir á fundinum en gestir voru rúmlega 250
talsins. Að loknum fundinum var fjölmennt í
Hlaðvarpann.
Formenn, kjör og kerlingar
Þann 16. nóvember var haldinn fundur á
Grand Hótel í tilefni af 80 ára afmæli kosninga-
réttar kvenna á árinu. Forystumenn stjórnmála-
flokkanna voru beðnir um að svara nokkrum
áleitnum spurningum um stöðu kvenna innan
flokkanna og um stefnu flokkanna í jafnréttis-
málum. Framsögumenn á fundinum voru
Rannveig Guðmundsdóttir frá Alþýðuflokki,
Friðrik Sophusson frá Sjálfstæðisflokki, Margét
Frímannsdóttir frá Alþýðubandalagi, Kristín
Einarsdóttir Kvennalista, Jóhanna Sigurðar-
dóttir frá Þjóðvaka og Valgerður Sverrisdóttir
frá Framsóknarflokki. Fundarstjóri var Hansína
B. Einarsdóttir en fundinn sóttu um 70 manns.
Jólafundur
Jólafundur félagsins var haldinn 5. desem-
ber í kjallara Hallveigarstaða. Undirbúnings-
nefnd skipuðu Jónína M. Guðnadóttir, Guðrún
Eyjólfsdóttir, Dóra Guðmundsdóttir, Bryndís
Hlöðversdóttir og Edda H. Steingrímsdóttir.
Ellen Ingvadóttir flutti stutt ávarp og bauð
fundargesti velkomna, séra Auður Eir flutti
hugvekju og lesið var upp úr nýútkomnum
bókum. Þá söng Diljá Sigursveinsdóttir við pí-
anóundirleik Önnu Emilíu Pétursdóttir en
Soffía Guðmundsdóttir undirbjó tónlistarflutn-
inginn. Fundinn sóttu 47 manns.
framhald á bls. 72
Jafnréttisfræðsla
Þann 23. febrúar 1996 var haldinn morgun-
verðarfundur um jafnréttisfræðslu á Korn-
hlöðuloftinu. Leitað var svara við spurningum
71 19.júní
RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS