19. júní


19. júní - 19.06.2002, Side 14

19. júní - 19.06.2002, Side 14
Bandalag kvenna í Reykjavík 85 ára - tileinkað óbreyttum félagskonum frá upphafi Ég verð hjá þér Stundum sé ég undur og allt er hvítt stundum er það fegurðin sem sligar mig kliður ég hvíli á aldarsporði horfi inn, horfi út og sofna ég er örvasa og ellimóður skrokkur ég er lasin telpa klæðafár drengur ég er einmana hjarta visin hönd ég er óttinn við lífið ég er hungrið en þú ert komin að vitja mín og þú hefur fléttað mér styrktarband úr drifhvítu líni, úr líknum alda úr sjötíu lökum fimmtán svæflum og slaufum þú ert nærkona matselja ekkja hugsuður stúlka með heklunál þvottakona á holti þú ert ung og léttstíg og öldruð mær ég gríp um hönd þína og held þar til ég vakna en hver ertu annars, kona ég sé þig en kem þér ekki fyrir mig ég veit hvorki hvað þú heitir né hvert þú ferð en að hafa þig ekki er að gleyma að fara í ullarþol að vetri ég lifi það af en kuldinn er sárari sumum kannski átt þú líka rúm og börn en ég sé þig aldrei sofa góða kona skrýtið stundum er það fegurðin sem sefar mig ligg enn við gaflinn að utan berast raddir ég veit ekki um hvað þú fundar meðan ég sef ég hef ekki grun um öll sporin þín í stigunum upp og niður brekkurnar ég veit bara að ef ég bregð mér frá eru hús risin þegar ég kem aftur hjallar að baki - hönd þín er pensill dregur þak yfir hárið mitt stríða ég er ómálga barn ég er brotið skip ég er verk sem þarf að vinna og þá kemur þú 14

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.