19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 66
Konur í Reykjavík fagna kosningarétti sínum við setningu Alþingis hinn 7. 7. 1915. heimil samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og í gildi eru sérstök jafnréttislög sem eiga að tryggja jafnan rétt kvenna og karla til atvinnu og launa. Engu að síður eru konur enn að eiga við viðhorf og hefðir sem erfitt er að festa hendur á. Alltof margar konur rekast á svokölluð glerþök á frambraut sinni þar sem gamaldags viðhorf og hefðir standa þeim fyrir þrifum og eftir næstum hundrað ára baráttu er óútskýrður launamunur kynjanna enn staðreynd. Og fyrir kemur að gengið er fram hjá hæfum konum við stöðuveit- ingar. Kvenréttindafélag íslands hefur undanfarin ár staðið fyrir ráðstefnum um jafnréttismál. Hlutur kvenna í fjölmiðlum, staða og réttindi eldri kvenna, konur í sveitarstjórnum, erlendar konur á íslandi og málefni fjölskyldunnar eru meðal nýlegra ráð- stefna félagsins. Þá hefur stjórn félagsins leitast við því síðustu misseri að senda frá sér ályktanir þegar réttur kvenna hefur þótt fyrir borð borinn en einnig þegar vel hefur verið gert og nýjir áfangar í jafnréttisbaráttunni náð fram að ganga. Kvenréttindafélag íslands vill sem fyrr leggja sitt af mörkum við að skapa réttlátt samfélag þar sem konur og karlar sitja við sama borð á öllum sviðum þjóðlífsins. í stefnuskrá félagsins, sem samþykkt var 1992, leggur félagið áherslu á sameiginlega á- byrgð foreldra á uppeldi barna og heimilishaldi, að jafnréttis sé gætt í skólakerfinu og að drengir og stúlkur fái sömu hvatningu til náms, að öll börn eigi rétt á dagvistun. Jafnframt leggur félagið áherslu á launajafnrétti, að vinnumarkaðurinn lagi sig að breyttum þjóðfélags- og fjölskylduaðstæðum, að konur séu hvattar til eigin atvinnureksturs. Þá telur félagið afar mikilvægt að hlutur kynjanna sé sem jafnastur á framboðslistum stjórnmálaflokka og í á- byrgðarstöðum hvers konar. Aðeins þannig er tryggt að sjónarmið beggja kynja námi fram að ganga við stefnumótun og ákvarðanatöku. □ Áhugasömum um sögu Kvenréttindafélags íslands er bent á eftirtalin rit: Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið. Bók um Bríeti Bjarnhéðins- dóttur byggð á bréfum hennar (Reykjavík, 1988) Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil. Saga Kvenrétt- indafélags Islands 1907-1992 (Reykjavik, 1993). Kvenréttindaféiag islands 40 ára 1907-1947. Minningarrit (Reykjavík, 1947) 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.