19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 65

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 65
Og þá kemur fyrst til það skilyrðið: að vera jafnfær í hverja stöðu sem þær æskja eftir, og keppinautar þeirra, karlmennirnir. Sé það skilyrði uppfylit, þá er að gera sig ekki ánægða með lægri laun eða minna tillit, til að komst að, og sjá um að konur fái að hækka ístöðum eftir verðleikum og venjum eins og karlmennirnir, en ekki gera sig ánægða með að nöldra aðeins yfir ranglætinu, en þola það þó. Þótt stjórnmálaleg réttindi og menntunin hefðu átt hug og hjörtu flestra félagskvenna fyrstu starfsár Kvenréttindafélagsins létu þær til sín taka á fleiri sviðum. Kvenréttindafélagið hafði t.d. for- göngu um að kvenfélögin í Reykjavík sendu erindi til bæjarstjórnar árið 1908 þess efnis að komið skyldi á fót barnaleikvelli í bænum. Launajafnrétt- ið var konum hjartans mál þá eins og í dag og var Verkakvennafélagið Framsókn stofnað árið 1914 fyrir tilstuðlan Kvenréttindafélagsins. Atvinnu- ástandið, fátækt og dýrtíð voru meðal þess sem félagið lét til sín taka á árum Fyrri heimsstyrjald- arinnar, einnig létu félagskonur að sér kveða í friðarmálum og voru í sambandi við kynsystur sínar í stríðshrjáðum löndum Evrópu. Þegar flett er í gegnum fundargerðir félagsins, sem nú eru varðveittar í Kvennasögusafni íslands, og gluggað í bók Sigríðar Th. Erlendsdóttur um sögu félagsins, sést berlega hve áhrifamikið félag Kvenréttindafélag íslands var á fyrri hluta 20. ald- ar. Ekkert var félaginu óviðkomandi. Hvers kyns Eftir nokkrar umræður og vangaveltur um hlutverk og eðli kvenna samþykkti þingheimur frumvarp árið 1919 þar sem íslenskar konur fengið réttindi sem nánast voru einsdæmi í veröldinni; skýlausan rétt til allra embætta og óheftan aðgang að öllum skólum landsins. velferðarmál, þó helst þau sem snertu konur og börn, og að sjálfsögðu réttindamál kvenna voru á dagskrá félagsins. Um 1930 eru tryggingamál ofarlega á baugi og þar lét félagið sitt ekki eftir liggja. Mæðralaun, ekknabætur, fæðingarorlof, atvinnubætur - allt eru þetta mál sem komu til kasta félagsins, ekki síst fyrir tilstilli Laufeyjar Valdimarsdóttur, dóttur Bríetar, sem var formaður 1928-45. í formannstíð Laufeyjar var tekið á viðkvæmum málefnum sem ekki ríkir eining um meðal kvenna. Þannig var rætt á landsfundi árið 1934 um fóstur- eyðingar en þá var í undirbúningi á Alþingi laga- frumvarp um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir og á árum síðari heimsstyrjaldarinnar gagnrýndi Laufey harkalegar aðgerðir yfirvalda gagnvart þeim stúlkum sem áttu náin kynni við hina erlendu hermenn. Ekki voru allar félagskonur sáttar við þessa afstöðu Laufeyjar. Eins og áður er getið voru launamál og réttindi verkakvenna ofarlega á baugi fyrstu starfsár Kven- réttindafélagsins og þegar kom fram undir miðja 20. öld var launajafnrétti orðið eitt helsta baráttumál félagsins. Árið 1944 var t.d. haldinn almennur kvennafundur á vegum Kvenréttindafélagsins sem bar yfirskriftina „Staða og kjör hinnar vinnandi konu“. Hátt í 400 manns voru á fundinum og þar var samþykkt að konur og karlar hefðu sama rétt til allr- ar vinnu og sömu launa fyrir sams konar störf. Kvenréttindafélagið fylgdist vel með löggjöf í launa- málum næstu ár og áratugi og þrýsti á um að kveð- ið væri á um launajafnrétti, og að því yrði framfylgt. Skattamál voru annað mikilvægt baráttumál kvenna um miðbik síðustu aldar en skattalöggjöfin var þannig, í mjög einfölduðu máli, að giftar konur nutu góðs af því að halda sig innan veggja heimil- isins. Kvenréttindafélagið lét sig þessi mál mjög varða og barðist einarðlega fyrir því að konur teldu fram sem sjálfstæðir einstaklingar og að konum væri ekki mismunað eftir því hvort þær væru giftar eða ógiftar, útvinnandi eða heimavinnandi. Nútíminn íslenskt þjóðfélag hefur gjörbreyst á þeim 95 árum sem liðin eru frá því Kvenréttindafélag ís- lands var stofnað í stofunni heima hjá Bríeti í Þingholtsstrætinu. Því spyrja sumir til hvers Kvenréttindafélag íslands sé starfandi, konur njóti nú fullkomins jafnréttis á við karla. Því er til að svara að vissulega njóta konur nú jafnréttis á pappírnum. Jafnrétti, þar á meðal jafnrétti kvenna og karla, og hvers kyns mismunun er ó- 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.