19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 50
hafi þær á klæðum.“ Hreinlæti er mjög stór
þáttur í trúariðkuninni og þeir sem ganga lengst
í því, bæði konur og karlar, fjarlægja öll líkams-
hár.“
íbúum Vesturlanda hættir oft til að líta á hefð-
bundinn klæðnað múslimskra kvenna sem tákn
um undirokun þeirra. Þá er það sérstaklega
slæðunotkunin sem fer fyrir brjóstið á mörgum
sem láta sér annt um réttindi kvenna. En er
málið svo einfalt? Guðrún Pétursdóttir, verk-
efnisstjóri uþþlýsinga- og fræðsludeildar Al-
þjóðahússins, segir að á námsárum sínum í
Þýskalandi í kringum 1980 hafi kvenréttinda-
konum þar í landi verið sérstaklega umhugað
um að benda múslímskum kynsystrum sínum á
að slæðan væri tákngervingur fyrir kúgun og
bæri þeim því að láta hana fjúka.
Samkvæmt Guðrúnu kom það þeim að óvör-
um að vera svarað um hæl af múslimskum kyn-
systrum þeirra sem þentu þeim á að líta fyrst í
eigin barm áður en þær færu að gagnrýna aðra.
í fyrsta lagi sögðu þær slæðuna alls ekki vera
kúgunartæki heldur þeirra eigið val, byggt á
trúarlegri sannfæringu og siðum. Margar þeirra
gætu ekki hugsað sér að sleppa slæðunni á al-
mannafæri og liði hreinlega eins og þær væru
naktar án hennar. Þær bentu þeim góðfúslega
á að ögrandi mínípils, óþægilega háir hælar,
flegnir bolir og flaksandi hár gætu að sama
skaþi alveg verið túlkað sem kúgunartæki, því
fyrir hvern er þessi klæðnaður raunverulega,
konuna sjálfa eða karlana sem horfa á hana?
Kynjajafnrétti
Sophia Hansen segir tyrkneskan lagabókstaf
að mestu leyti vera byggðan á svissneskum
lögum og þar af leiðandi sé tyrkneska lagakerf-
ið nútímalegt. „Staða konu gagnvart lögunum
er nákvæmlega sú sama og staða karlmanns.
Það veikir samt stöðu konunnar ef hún er ekki
múslimi vegna viðvarandi fordóma í réttarkerf-
inu. Ef erlend kona þarf að berjast fyrir tyrk-
neskum dómstólum þá breytir það öllu ef al-
þjóðlegir samningar gilda á milli Tyrklands og
þjóðar hennar. Sem betur fer hefur ísland gerst
aðili að Hague-sáttmálanum sem hefur gilt frá
25. október 1980 en Tyrkir eru ekki fullgildir að-
ilar enn. Sá sáttmáli inniheldur til dæmis
stranga, alþjóðlega reglugerð um brottnám
barna. ísland er einnig aðili að Barnasáttmála
Sameinuðu Þjóðanna frá 1989“, segir hún.
„Þeir sem eru strangtrúaðir og rangtúlka Kór-
aninn virða landslög oft að vettugi og réttlæta
margs konar voðaverk í nafni trúarinnar. Þeir
eiga það til að taka lögin í eigin hendur". Þetta
viðhorf er einmitt það sem olli þeim hörmulega
atburði í Svíþjóð sem nefndur var í upþhafi.
Geta tyrkneskar konur valið sér sinn eigin
maka? Eru hagkvæmnis- og nauðungarhjóna-
bönd algeng?
Soþhia segir að í stórborgum Tyrklands tíðkist
það yfirleitt að kona geti valið sér mannsefni sjálf
og það er tekið fullt tillit til óska hennar. „Samt
sem áður eru hagkvæmnishjónabönd töluvert al-
geng og þá sérstaklega hjá auðugum fjölskyldum
sem vilja halda auðnum innan fjölskyldunnar. Því
miður viröast nauðungarhjónabönd vera nokkuð
algeng hjá Tyrkjum almennt og þá er það konan
sem líður mest, því ef hún fer ekki að vilja fjöl-
skyldu sinnar á hún það á hættu að vera afneitað
eða jafnvel eitthvað verra.“
Soþhia segist eiga við að jafnvel þótt að tyrk-
nesk fjölskylda sé vestræn í háttum og siðum
og ekki sé um strangtrúað fólk að ræða, þá séu
afskipti fjölskyldunnar í ástarmálum barnanna
meiri heldur en við eigum að venjast hér á ís-
landi. Þrátt fyrir þessa hálfgerðu kúgun séu
50