19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 42
Ast á Ijósi ... Fjöldaframleiddar ástarsögur hafa aldrei veriö vinsælli! Eftir: Dagnýju Kristjánsdóttur bókmenntafræðing Það má til sanns vegar færa að mikill meirihluti allra bókmennta sem skrifaður hefur verið fjalli um ástina og samskipti kynjana í einni eða annarri mynd. Undirtitill Sölku Völku eftir Halldór Laxness er: „Pólitísk ástarsaga“ og fleiri en eitt erindi á nýafstöðnu Laxnessþingi fjallaði um ástina í verkum hans. Ástarsagan verður þannig fyrir okkur í hinni svokölluðu „hámenningu", í sígildum heimsbókmenntum, leikbókmenntum, óperum og ballett. Mun fleiri sækja þó sínar ástarsögur í fjölda- og afþreyingar- menningu - í dægurtónlist, kvikmyndir, tímarit, spennusögur og síðast en ekki síst í fjöldaframleidd- ar ástarsögur eins og þær sem hér eru til umræðu. Þó að ástin sé áberandi í sögu er ekki víst að þar með sé hægt að flokka hana sem ástarsögu ef marka má fræðimenn. Kristin Ramsdell hefur skrifað eins konar „alfræði" þessarar bókmenntagreinar, Romance Fict- ion: a guide to the genre (1999) og hún segir að til þess að geta talist ekta ástarsaga þurfi bók að uppfylla eftirfarandi skilyrði. 1. Hún þarf að hverfast um ástina þannig að ekki leiki vafi á að ástin skipti aðalmáli í sögunni. Aðrir söguþræðir eins og sakamál, njósnir, morð, o.s.frv. eru alltaf í öðru sæti miðað við hið yfirskipaða markmið sem er að koma elskendunum saman. Þannig fjallar Salka Valka mun meira um verkalýðsbaráttu og atvinnuþref á Óseyri við Axarfjörð en samdrátt Arnalds og Sölku. Salka Valka fjallar ekki fyrst og fremst um ást og Kristin Ramsdell segir: „... meginreglan er að ef lausnin á hinni rómantísku flækju er ekki það sem heldur áhuga lesanda vak- andi gegnum alla bókina, þá er bókin trúlega ekki ástarsaga." (Ramsdell: 1999, 4-5) 2. Hún verður að reyna að ná sambandi við tilfinningar lesanda og virkja þær í þágu söguhetjunnar. Lesandi verður að geta samsamað sig söguhetjunni, fundið til með henni og tekið virkan þátt í sögu henn- ar. Almennir lesendur lýsa því oft þannig að bók hafi „gripið þá“ eða „haldið þeim“ - þeir hafi ekki getað sleppt henni, þeir hafi hlegið og grátið en fyrst og fremst hrifist mjög með persónunum og örlögum þeirra. „Ef ástarsagan nær ekki að tengja sig þannig tilfinningalega við lesandann þá verður skáldsagan ekki ástarsaga heldur saga um 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.