19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 18

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 18
Bryndís Björk Asgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga ehf. tekur fram að nægileg áhersla verði seint lögð á mikilvægi þess að þeir sem leiðst hafa út í vændi og líður illa sökum þess leiti sér hjálpar sem fyrst. vændinu er þvílík að konur geta hreinlega ekki tjáð sig um það. En takist að mynda traust þá treysta sumar sér til að segja frá.“ Bryndís tekur í sama streng og bendir enn fremur á að einstak- lingar sem lent hafi í vændi eigi líka oft í erfiðleik- um með að rifja upp reynslu sína, sérstaklega í fjölmiðlum. „Vændi er sár reynsla sem getur skil- ió eftir sig líkamleg og andleg sár sem aldrei gróa,“ segir hún. „Einstaklingar sem eru að reyna að komast út úr vændi þurfa að lifa með þeirri vanvirðingu sem þeir hafa orðið fyrir upp á hvern einasta dag. Vangaveltur og umræða um þessa erfiðu reynslu getur orsakað endurtekin á- föll og endurupplifun atburða sem fólk treystir sér einfaldlega ekki til að takast á við. Slíkt get- ur auðveldlega hent eftir viðtal þar sem einstak- lingur er spurður út í reynslu sem hann er annars alltaf að glíma við að gera ekki hluta af sinni framtíð." Bryndís tekur þó fram að nægileg á- hersla verði seint lögð á mikilvægi þess að þeir sem leiðst hafa út í vændi og líður illa sökum þess leiti sér hjálpar sem fyrst. Bakgrunnur vændiskvenna oft áþekkur Að sögn Rúnu er bakgrunnur þeirra kvenna sem leitað hafa til Stígamóta og tjáð sig um reynslu sína af vændi ótrúlega líkur. „Þrátt fyrir að stór hluti þessara kvenna hafi gengið á milli geðlækna og sálfræðinga hafa þær í mörgum tilfellum aldrei sagt nokkrum manni frá þessari reynslu. Skömm þeirra er slík að margar konur sem leita til okkar til að tjá sig um vændi hafa ekki getað komið hingað til að ræða við okkur heldur kjósa að vera í síma- sambandi." Bryndís og Rúna eru sammála um að margar konur sem þær hafi rætt við hafi annað- hvort gert tilraun til sjálfsmorðs eða hafi hugsað um að taka eigið líf. Auk þess þjáist margar af þunglyndi og kvíða. „Þeim finnst þær ekki geta af- borið skömmina, hatrið og niðurlæginguna sem fylgir vændi,“ segir Rúna. „Vændiskonum hefur í gegnum tíðina verið stillt upp sem botnfalli þjóðfé- lagsins þannig að vióhorf þeirra er skiljanlegt. Þá er virðingarleysið sem þeim er sýnt oft og tíðum algjört. Það að vændi sé sjálfskapað verður jafn- framt til þess að þær hafa skömm á sjálfri sér.“ 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.