19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 51
tyrkneskar konur almennt vel menntaðar og
hlutur þeirra áberandi mikill í stéttum lækna,
lögfræðinga og fjölmiðlafólks.
Aðspurð hvort það sé satt að tyrkneskir karl-
menn geti stundað fjölkvæni að vild, segir
Sophia að fjölkvæni hafi verið löglegt í Tyrk-
landi áður fyrr en með þeim skilmálum að karl-
ar gætu sýnt fram á að þeir hefðu fjárhagslega
burði til þess að sjá fyrir allt að 5 eiginkonum
og börnum. „Á fyrri hluta 20. aldar voru þessi
lög felld úr gildi og fjölkvæni með öllu bannað í
Tyrklandi. Vissulega tíðkast fjölkvæni í sumum
múlimskum löndum en eftir mín kynni af tyrk-
nesku fólki þá finnst því flestu tilhugsunin um
það fráhrindandi."
Blönduð hjónabönd
Hvað er erfiðast við að sam-
ræma kristna trú annars vegar
og íslamstrú hinsvegar í sam-
bandi eða hjónabandi?
Sophia segir augljósasta vanda-
málið vera hver trú barnanna skuli
verða. „Margir reyna finna mála-
miðlanir til dæmis með því að skíra
börnin ekki að kristnum né
múslímskum sið heldur gefa þeim
aðeins nafn svo að börnin hafi tæki-
færi til þess að velja sér sjálf trúar-
þrögð þegar þau eldast. í öðrum til-
vikum, þar sem annað hvort foreldrið er
strangtrúað, getur þetta atriði orðið
stórt vandmál."
Salmann Tamimi hjá Félagi músíma
segist halda að almennt séu hjónabönd
músíma og kristinna farsæl, en auðvitað sé
það misjafnt eins og hjá öðrum pörum.
„Hjá múslimum sem þekkja sína trú ganga
sambönd vel, t.d. hjá þeim sem ekki drekka“,
en áfengisneysla er bönnuð samkvæmt ís-
lamstrú. „Músliminn má heldur ekki þvinga
maka sinn, hvort sem hann er kona eða karl, til
að taka upp sömu trú ef hann iðkar önnur trú-
arbrögð."
Salmann er líka sömu skoðunar og Sophia
og segir vandamál geta skapast þegar kemur
að því að ákvarða trú barnanna. „Þau koma yf-
irleitt upp á yfirborðið þegar börnin fara að
nálgast kynþroskaaldur en samkvæmt kristnum
venjum eru þörn fermd um það leyti, en slíkt
tíðkast hins vegar ekki hjá múslimum. Hjón
eða pör þurfa því að ræða trúnna, sína eigin og
flestum
múslömskum ríkj-
um þætti slíkur vinskapur óvið-
eigandi. Einnig eru kynhlutverkin innan
hjónabandsins með afturhaldssamari móti
heldur en við hér á íslandi eigum að venjast."
Sophia segist ennfremur vilja ráðleggja ís-
lenskum konum sem ætla að giftast múslimsk-
um karlmönnum að kynna sér kyrfilega bak-
grunn mannsins áður en að giftingu kemur.
barna sinna, ofan í kjölinn löngu áður en börn-
in fara að vaxa úr grasi. Ef ekki er tekist á við
slík mál strax getur togstreita myndast hjá pör-
um, jafnvel alvarlegir árekstrar sem bitna aðal-
lega á börnunum en ekki hinum fullorðnu."
Sophia Hansen segir að ekki megi gleyma því
að hjónaband er skilgreint á ólíkan hátt eftir
samfélögum. „Hér á íslandi eru samskipti
kynjanna vafalaust frjálslegri heldur
en í múslömskum löndum.
Það telst ekki óeðlilegt
hér á landi að gift fólk
eigi sér vini af gagn-
stæðu kyni en í
51