19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 61
hans áliti eini trúarsöfnuðurinn hérlendis þar sem
kynjunum er gert jafn hátt undir höfði. Þess má
þó geta að á opinþerri heimasíðu Votta Jehóva í
Bandaríkjunum, www.watchtower.org, er fjallað
um ýmisleg jafnréttistengd málefni. Á henni er
t.d. fjallað um mismunun gegn konum sem alda-
langt og alþjóðlegt vandamál, með hliðsjón af
kynferðislegu áreiti, misnotkun á stúlkubörnum,
vændi og kynlífsiðnaðinum.
Staða nútímakonunnar
Að lokum lá beinast við að spyrja hvað forsvars-
mönnum safnaðanna þætti um stöðu nútímakon-
unnar í íslensku samfélagi. Guðlaug Tómas-
dóttir, rekstrarstjóri Vegsins, vísar aftur í orð sín
um það jafnrétti sem virðist ríkja innan safnaðar-
ins. En af þeim er Ijóst að afstaða Vegsins er já-
kvæð gagnvart þeirri þróun sem hefur átt sér stað
í jafnréttismálum hérlendis undanfarin ár.
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins,
hafði hins vegar þetta um málið að segja: „Nú-
tímakonan hefur glutrað niður hlutverki sínu og er
að reyna að vera karl í kvenmannslíkama. Menn
setja hefðbundin vettvang konunnar á óæðri sess
en honum ber. Konan er áttavillt og skortir öryggi
í hlutverki sínu sem aftur veldur hugarró og ham-
ingju. Upplausn hinna hefðbundnu hlutverka-
skipta veldur konum angri. Þær hafa ekki nægi-
lega skýrt skilgreinda stöðu. Ég tel þetta m.a.
vera orsök þess að helmingi fleiri konur en karlar
glíma við þunglyndi.'1
Svanberg Jakobsson, kynningafulltrúi Votta
Jehóva, var töluvert mildari í aftstöðu sinni gagn-
vart breyttu hlutverki kvenna. Hann segir söfnuð-
inn vissulega kunna að meta þau góðu störf sem
konur sinna í þjóðfélaginu í dag. „Staða þeirra í
hinum vestræna heimi hefur að mörgu leyti batn-
að á síðustu áratugum. Við vitum samt að víða
sæta konur enn þá misrétti og kúgun þrátt fyrir
þær framfarir sem orðið hafa.“
Ekki allir settir undir sama hatt
Af svörum forsvarsmanna safnaðanna þriggja,
Vegsins, Krossins og Votta Jehóva, er Ijóst að
ekki er hægt að setja þá alla undir sama hatt.
Þeim ber t.d. öllum saman um að kynjajafrétti ríki
innan safnaðanna en eru hins vegar ekki allir á eitt
sáttir hvað viðvíkur femínisma og breyttu hlutverki
kvenna í þjóðfélaginu.
Margrét Jónsdóttir vísar í þessu samhengi til
orða Max Weber í grein sinni sem bendir á að þótt
heittrúarsöfnuður telji kynin vera jafnrétthá gagn-
vart Guði þá sitji karlar oft einir að allskyns emb-
ættum og stjórnunarstöðum og þeir hafi lokaorð-
ið varðandi mikilvægar ákvarðanatökur. En það er
ekki þar með sagt að slíkt sé hægt að heimfæra
upp á framangreinda söfnuði.
Á sama hátt má ekki að ganga út frá því að á-
þekkar skoðanir þeim sem hér birtast ríki innan
annarra kristinna heittrúarsöfnuða á íslandi, þær
eru líkast til eins misjafnar og hóparnir eru marg-
ir.
Svör forsvarsmannanna þriggja er ætlað að
veita innsýn í heim kristinna heittrúarsöfnuða á ís-
landi, á hlutverk kvenna innan þeirra, skoðanir
safnaðanna á jafnrétti og þeim breytingum sem
orðið hafa á hlutverki kvenna. Þessi svör eru hins
vegar ekki tæmandi, því þau gefa aldrei heild-
ræna mynd af hugmyndum allra meðlima safnað-
anna þótt þau segi sitthvað um yfirlýsta stefnu
hópanna og óskráðar reglur þeirra. Til að slíkt
verði þyrfti líka að leita álits hjá safnaðarmeð-
limunum sjálfum, eins og Margrét Jónsdóttir ger-
ir í rannsókn sinni, og þá mætti t.d. um leið at-
huga hvort og þá með hvaða hætti stöður kvenna
og hlutverk innan safnaðanna rekast á samfé-
lagslegt hlutverk þeirra. □
/ Gunnar Þorsteinsson. „Aðskilnaður rikis og kirkju". I.maí
2002. Sjá heimasíðu Krossins á vefslóð:
http://cross.is/vef.asp.
ii Max Weber. „The Soteriology of the Underpriviteged".
Max Weber: Selections in transiation. Ritstjóri W. G.
Runciman. Cambrigde University Press, Camebridge,
1978. S. 174-191.
/77 Heimasíða Hagstofu Islands á vefslóð:
www.hagstofa.is/frettir/soknirl „07 .xls.
iv Sjá heimasíðu Vegsisns á vefslóð: www.vegurinn.is/veg-
urinn.htm.
v Margrét Jónsdóttir. „Af konum sem bíða.“ Konur og
kristsmenn: Þættir úr kristnisögu á íslandi. Ritstjóri Inga
Huld Hákonardóttir. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1996. S.
251,261 og 286.
vi Sama. S. 288.
61