19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 12
Er blæjunotkun mibausturlenskra kvenna
sama fyrirbæri og sexíheit kvenna á Vest-
urlöndum? Sitt hvor hliöin á sömu mynt?
Eftir: Guðrúnu M. Guðmundsdóttur og Sigurð Jónas Eysteinsson
Samanburður af því tagi fram kemur í fyrir-
sögninni hljómar e.t.v. fjarstæðukenndur í fyrstu,
en að okkar mati samt þess virði að skoða eilítið
nánar.
Til að fyrirbyggja misskilning er ekki ætlun okkar
að bera saman formleg réttindi kvenna (t.d. hin
lagalegu) á þessum mismunandi slóðum, heldur
frekar að rýna undir yfirborðið og sjá hvernig
menningin mótar raunverulega stöðu kvenna.
Það vildi svo til í vetur á sama tíma og um-
ræður um stöðu kvenna í Miðaustur-
löndum voru hvað háværastar, að
dóttir annars höfundar þessarar
greinar varð að unglingi nánast á
einni nóttu. Þessi hamskipti fólu í
sér að litli ný-unglingurinn fór að
krefjast þess að fá að klæðast
magabolum, mjaðmabuxum, g-
strengs nærbuxum og mála sig í
anda nýjustu Popp-tíví tísku. Þessi
skörpu umskipti ollu okkur þungum
heilabrotum og voru jafnframt kveikjan að
eftirfarandi vangaveltum.
Myndbirting undirgefni
Til að geta borið saman jafn ólík fyrirbæri og blæj-
una og sexíheit er vert að byrja á því að velta fyr-
ir sér hver algeng skýring kvenna frá Mið-Austur-
löndum er á notkun blæjunnar. Eftir því sem við
komumst næst er blæjan tákn virðingar og hrein-
leika þeirrar konu sem hana ber. Algengt er að
stelpur byrji að bera hana við kynþroska og verða
þannig strax eða smám saman gjaldgengar á hjú-
skaparmarkaðinum. Með því að bera blæju hylja
þær það fallegasta sem þær eiga, til þess að
varóveita það sem tilvonandi eiginmanni er einum
ætlað að sjá. Á þennan augljósa máta játa konur
skammlaust undirgefni sína við karlkynið og hylja
andlit sitt og/eða hár til að þóknast tilvonandi eig-
inmanni, fjölskyldu og samfélaginu í heild.
Konur á Vesturlöndum hafa frelsi til þess að
klæða sig eins og þeim þóknast, en hvers vegna
skyldu þær velja sér það að vera sexí í klæða-
burði? Algengt er að stelpur byrji að hafa sig til
um kynþroska. Það felst oft í ýmsum aðgerðum
sem undirstrika og ýkja kynþokka og fegurð, t.d.
með því að mála sig, klæðast push-up brjósta-
höldum og/eða hælaháum skóm. Ætla má að að-
gerðir af þessu tagi geri þær samkeppnishæfari í
baráttunni um eftirsóttustu strákana. Má greina
hér vissa hliðstæðu? Okkur sýnist að á meðan á-
herslan hjá Miðausturlenskum konum virðist vera
að sýna sem minnst af líkama sínum til að ganga
sem mest í augun á tilvonandi maka sé því öfugt
farið hjá Vesturlandakonum þar sem þær
virðast leggja kapp á að sýna sem
mest af líkama sínum með tilheyr-
andi yndisaukandi aðgerðum
einmitt til að kærasti eða eigin-
maður megi vera stoltur af.
í báðum tilvikum lítur út fyrir
að hegðun og smekkur kvenna
séu á forsendum karla og megin
drifkraftur menningarmótunar
kvenna á báðum svæðum sé svar
við því sem karlmenn í þessum sam-
félögum telja eftirsóknarverða hegðun
og framkomu. Getur verið að hér sé um að ræða
andhverfa myndbirtingu undirgefni kvenna gagn-
vart karlkyninu?
En þær hafa það miklu verra!
Samræður kvenna frá þessum tveimur ólíku menn-
ingarsvæðum virðast okkur oft einkennast af karpi
um hvor hópanna sé betur eða verr settur. Konur á
Vesturlöndum „bisast" sífellt við að koma múslim-
skum kynsystrum sínum í skilning um hve kúgaðar
þær eru og nefna notkun blæjunnar oft í því sam-
hengi. Múslimskar konur varpa þá boltanum um-
svifalaust til baka og benda á niðurlæginguna sem
felst í því að konur á Vesturlöndum skuli samþykkja
að vera sýningargripir og nefna þá oft fegurðarsam-
keppnir og súludans máli sínu til stuðnings.
Við höldum að ágreiningurinn stafi af því, að
fólk er gjarnan blint á eigin tilveru, nema þegar
henni er stillt andspænis framandi menningu.
Hvað er þá menning? Menning er skilgreind sem
ferli sem stöðugt skapar þá tilveru sem við lifum
og hrærumst í. Henni er viðhaldið af normum sem
samfélagsþegnarnir samþykkja og staðfesta í
12