19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 55

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 55
sjálfsögðum hlut fram til þessa sé það alls ekki hjá öllum börnum alls staðar í heiminum, svo sem ómengað vatn og húsnæði. Einnig skóla- ganga, en íris Ósk segir þó að á þessum dögum sem hún hafi setið þing- ið og dvalið í New York hafi hún að sumu leyti lært meira en alla sína skólagöngu. Ástæða þess að írisi Ósk lá sérstaklega á hjarta vernd barna gegn vímuefnum er sú að hún hefur sjálf háð baráttu við þau og þann heim sem þeim fylgir og haft sigur. Líklegt má telja að það hefði ekki orðið raunin ef henni hefði ekki staðið til boða meðferð,langtímameðferð sem tók til allra þátta lífsins. Það virðist ótrúlegt að það hafi þótt nauðsynlegt að senda þess glaðlegu jákvæðu stúlku í neyðarvistun vegna vímuefnaneyslu fyr- ir um þrem árum síðan. Það varð síðan til þess að hún sneri við blaðinu og fór að vinna með en ekki á móti þeirri aðstoð sem henni bauðst. Hér á eftir fer saga írisar Óskar, sögð af henni sjálfri: „Þegar ég var tólf ára gömul byrjaði ég að drekka áfengi, þá var ég þegar byrjuð að reykja sígarettur og stela. Ég faldi þetta fyrir foreldrum mínum og laug að þeim eins og öðrum. Ég fór mjög fljótt að drekka hverja helgi og var farin að mæta mjög illa í skóla. Þegar ég var 14 ára gömul byrjaði ég að reykja hass og var hérumbil hætt að mæta í skóla. Þá var ég hætt að geta falið drykkjuna fyrir foreldrum mínum en reyndi það samt. Ég var orðin mjög skapstór og var farin að ráðast á fólk. Mér var farið að líða mjög illa og var far- in að hugsa mikið um sjálfsmorð og reyndi það. Ég var farin að strjúka að heiman og lögreglan var oft fengin til að hjálpa við að finna mig. Þeg- ar ég var 15 ára gömul flutti ég til pabba míns því ég þoldi ekki reglurnar hjá mömmu og þær voru ekki eins strangar hjá honum. Á þeim tíma var ég alveg hætt í skóla og farin að drekka daglega. Svo í maí sama ár var ég send á neyðarvistun á Stuðlum og var þar í tvo daga og var svo sett í meðferð þar. Það gekk mjög illa fyrstu 2 til 3 vikurnar, en svo tók ég ákvörðun um að gera eitthvað í mínum málum. Þá fór ég að fara eftir því sem mér var sagt að gera, þó var það rosa- lega erfitt stundum og gekk ekki alltaf átaka- laust fyrir sig. Ég var á Stuðlum í þrjá og hálfan mánuð og útskrifaðist á fimmta þrepi sem er hæsta þrepið þar. Áður en ég útskrifaðist var tekin ákvörðun um að ég ætti að fara í langtíma meðferð á Varp- holti sem er rétt fyrir utan Akureyri. Þangað fór ég tveimur dögum eftir að ég útskrifaðist af Stuðlum. Þar hélt ég áfram að læra að lifa heil- brigðu lífi. Varpholt sem heitir núna Laugaland er ekki stofnun heldur heimili og það fannst mér mjög gott. Þar var ég í tæp tvö ár og lærði að lifa heil- brigðu lífi, t.d. að mæta í skóla eða vinnu, borða á matmálstímum og vakna á morgnanna. Þar lærði ég líka að þekkja tilfinningar mínar, hafa stjórn á þeim og sýna þær. Þegar ég útskrifað- ist frá Laugalandi fór ég til stuðningsfjölskyldu á Akureyri að eigin ósk. Ég er mjög ánægð með þá ákvörðun mína því ég treysti mér ekki strax til Reykjavíkur og hafði mjög gott af því að vera á Akureyri í nokkra mánuði. Það gekk ekki alltaf vel í þessa 5 mán- uði en ég náði alltaf að reisa mig við með hjálp frá fólkinu á Laugalandi, fólkinu sem ég bjó hjá og fjölskyldu minni áður en ég mundi ganga of langt. Núna get ég talað við fólk án þess að ráðast á það, ég get sagt fólki það sem mér finnst án þess að vera dónaleg, fólk má hafa aðrar skoð- anir en ég, ég get sagt fólki að mér þyki vænt um það og það sem skiptir mig mestu máli er að ég get sagt við sjálfa mig, að mér þyki vænt um mig og að ég líti vel út, það get ég gert því að sjálfstraustið hjá mér er orðið nokkuð gott. í dag drekk ég ekki, ég reyki ekki, ég stel ekki, ég reyni eftir fremsta megni að vera heiðarleg við sjálfa mig og aðra, ég er kurteis og það er hægt að treysta mér. Þó svo að ég hafi verið alfarið á móti þeirri á- kvörðun að senda mig á Stuðla og Varp- holt/Laugaland er ég mjög þakklát fyrir það í dag, því ég er ekki viss hvort ég væri hér í dag ef ég hefði ekki verið send þangað. Ég er búin að læra það að ég veit ekki alltaf sjálf hvað er sjálfri mér fyrir bestu.“ □ íris Ósk Traustadóttir 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.