19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 20
Tvöföld skilaboö
glanstímarita
Eftir: Bryndísi Sveinsdóttur bókmenntafræðing.
Hvaða skilaboð felast í glanstímaritum? Boða
þau kvenfrelsi eða kvenímynd sem er afskap-
lega ósjálfstæð, óánægð og óörugg með útlit
sitt?
Ágæti glanstímarita fyrir konur á borð við
Cosmopolitan er umdeilt og vilja sumir meina að
þau séu gamaldags, fáfengileg og grunn og að í
þeim sé talað niður til kvenna. Vissulega er rétt að
í þeim er endalaust verið að gefa konum fyrirmæli
um hvernig þær eiga að vera, skilaboðin eru oft í-
haldssöm og gamaldags og auglýsingamennskan
er jafnan yfirgengileg. í þeim má þó jafnframt finna
upplýsandi greinar um ýmis málefni, þar heyrast
raddir ólíkra kvenna og oft fáum við í þeim kvenleg
sjónarhorn sem í öðrum fjölmiðlum eru hunsuð.
Enda er það staðreynd að fjöldi kvenna sækir í þau
svo eitthvað hljóta þau að hafa sér til ágætis.
Sjálfri finnst mér fátt notalegra en að hreiðra um
mig í sófanum með nýjasta Cosmopolitan eða Maríe
Claire en um leið verð ég stundum agndofa yfir
hversu gamaldags og karlrembuleg tímaritin geta
verið. Fræðikonan Naomi Wolf bendir einmitt á að
margar konur eigi í eins konar ástar/haturssambandi
við kvennablöð vegna þess hve boðskapur þeirra sé
þversagnakenndur, hann sé bæði feminískur og í-
haldssamur, einfeldninglegur og margbrotinn,
draumkenndur og raunsær. Þau boða stundum
kvenfrelsi en líka kvenímynd sem er afskaplega ó-
sjálfstæð, óánægð og óörugg með útlit sitt.
Kynþokkinn liggur í raddblænum
Þessi þversagnakenndu skilaboð til kvenna eru alls
staðar mjög áberandi í Cosmopolitan. \ janúar-tölu-
blaðinu frá 2002 fáum viö til dæmis grein sem ber
titilinn „8 leynileg skilaboð um kynlíf sem fá hann
til að girnast þig“ og eru þar gefin hin flóknustu ráð
til að tæla karlmenn svo lítið beri á t.d. með því að
breyta raddblæ hvers orðs:
Til eru einföld ráð til að beita röddinni á tælandi
hátt sem munu fá hann til að bráðna um leið og þú
opnar munninn. í fyrsta lagi ber að athuga að rödd
sem alltaf lækkar í lok hverrar setningar hljómar
neikvæð og er óaðlaðandi [...] Ástralir tala með
hreim þar sem röddin í þeim hækkar í lok hverrar
setningar [...] ef þú gerir það öðru hverju, muntu
hljóma jákvæðari og virðast áhugaverðari.
Þarna á manneskjan að hækka tóntegund radd-
arinnar í lok hverrar setningar til að hljóma jákvæð-
ari. Þannig virðist hún vera minna ákveðin og þar
með kvenlegri.
Þá er önnur grein í blaðinu sem heitir „Hinn full-
komni munnsvipur, kyssulegar, kynþokkarfullar
varir.“ og fjallar um hvernig eigi að öðlast hinar full-
komnu varir sem karlmanninum líkar:
Spurðu hvaða karímann sem er hvað það er sem
vekur þeim löngun til að kyssa konu og þeir munu
segja: þrýstnar, kynþokkafullar og mjúkar varir.
Fylgdu bara ráðum Cosmo til að öðlast hinn full-
komna munnsvip og hann mun fyrren varirreyna að
kyssa þig
í sama hefti er síðan grein sem ber titilinn „Ertu
kamelljón í ástarmálum? - Ef þú ert tilbúin til að
breyta útlitinu og persónuleikanum fyrir karlmann-
inn í lífi þínu, skaltu hugsa þig tvisvar um - þú reyn-
ir of mikið að búa til hið fullkomna par....“ en hún
fjallar um hvernig konur eigi að vera sjálfstæðar og
ekki að haga lífi sínu eftir þörfum karlmannsins í lífi
sínu. „Það er hin ógnvekjandi staða þegar þú ert
farin að laga þig að smekk nýja kærastans, móta
persónuleika þinn upp á nýtt til að þóknast honum"
Hér fær lesandinn í einu og sama blaðinu að vita
hvernig hún á að eyða ómældum tíma í að mála
varirnar og henni meira að segja ráðlagt að ganga
svo langt að reyna að breyta talsmáta sínum til að
vera meira aðlaðandi í augum karla. En síðan fær
konan líka sterk varnaðarorð um að gæta sín á að
leggja sig ekki of mikið fram um að þóknast körl-
um! Þetta er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum sem
hægt væri að nefna sem eru lýsandi fyrir hinn
þversagnakennda boðskap í Cosmopolitan.
Kenndu mér ad kyssa rétt...
Kvennablöð ganga út á að kenna konum að vera
20