19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 34
en tveggja ára, þ.e. geri sér ekki grein fyrir því
aö þau séu í fangelsi. Þetta hefur margsinnis
verið gert og hefur reynslan verið góð. Eins
hafa barnshafandi konur afplánað refsingu og
hafa fangelsisyfirvöld þá séð um að konan fari í
mæðraeftirlit. Konan fæðir þá á spítala og fer
svo eftir eðlilegan tíma þar aftur í fangelsið með
barnið með sér. Þangað kemur svo hjúkrunar-
fræðingur til þess að sinna ungbarnaeftirliti.
Eins og áður sagði er fangelsið á Kópavogs-
braut útbúið með þetta í huga.
Ekki margar konur dæmdar
til fangelsisvistar
Það eru ekki margar konur sem dæmdar eru til af-
plánunar fangelsisvistar á hverju ári. Hlutfall
kvenna í afplánun hefur verið á bilinu 4,5% til 8%
síðan að fangelsismálastofnun hóf að gefa út
skýrslur sínar árið 1989. Það er í sjálfu sér ótrú-
lega lágt hlutfall og rannsóknarefni í sjálfu sér að
komast að því hvernig standi á því að karlmenn
skuli „eigna sér“ svo stóran hluta afbrota og fang-
elsisdóma. Þetta hlutfall virðist þó vera svipað og
á hinum Norðurlöndunum. Merkilegt er að hlutfall
stúlkna af því unga fólki sem fremur afbrot en á-
kæru er frestað, er mun hærra og fer hækkandi.
Þar er hlutfall stúlkna á bilinu 10-34%.
Ekki er hægt að sjá af skýrslum fangelsis-
málastofnunar fyrir hvaða afbrot konur sitja inni.
Telja mun þó að þær sitji langflestar inni fyrir
auðgunarbrot sem þær hafa framið til að fjár-
magna fíkniefnaneyslu. Hins vegar eru til tölur
varðandi mál þar sem ákæru er frestað vegna
ungs aldurs og málsbóta, þ.e. beðið er með á-
kæru og unga fólkinu gefið tækifæri á að snúa
af braut afbrota. Þær stúlkur sem fá ákæru
frestað hafa langflestar staðið í skjalafalsi með-
an ungu mennirnir eru mest í þjófnuðum, inn-
brotum og þess háttar. Reyndar virðist sem að
á síðustu árum sé þessi munur á brotum ekki
eins afgerandi og sjá má ofbeldisbrot sem varla
sáust áður. Einhver breyting virðist því vera á
afbrotum kvenna, en það hefur ekki, að því er
greinarhöfundi er kunnugt um, verið rannsakað.
Þetta lága hlutfall kvenna er ekki það eina
sem greinir konur frá körlum í fangelsi. Svo
virðist sem þær séu eldri þegar þær eru dæmd-
ar til fangelsisvistar. Karlmenn sem koma í af-
plánun, þá í fyrsta skipti, eru yngri en konur sem
koma í fyrsta skipti til afplánunar. Það lítur út
fyrir að konur eigi þá jafnvel lengri brotaferil að
baki, en þá í smávægilegri afbrotum og eru
þátttakendur án þess að vera hvatamenn eða
beinir gerendur. Þessi munur á aldri kynjanna
þegar þau koma í afplánun gæti útskýrt það að
mjög margar af þeim konum sem koma til af-
plánunar eiga börn, en reynslan sýnir að flestar
af kvenföngum í afplánun eru mæður.
Það er að mati fangelsisyfirvalda á ýmsan hátt
erfiðara að hafa konur í fangelsi. Konur virðast
taka það enn nærri sér en karlar að sitja inni og
þurfa t.d. meira á hjálp sálfræðinga að halda.
Að sumu leyti mætti reyndar skýra það með því
að þær bera sig frekar eftir slíkri aðstoð fremur
en karlmenn. Allavega er hlutfall kvenna sem
fær aðstoð sálfræðinga og félagsráðgjafa hærra
en hlutfall þeirra almennt í afplánun. Það að
þurfa að sitja í fangelsi virðist vera tilfinninga-
lega erfiðara og flóknara fyrir konur en karla.
Það má að sumu leyti heimfæra upp á að meiri
félagsleg stimplun virðist fylgja fangelsisvist
kvenna heldur en karla. Skoða má í þessu sam-
hengi félagslega stimplun sem fylgir áfengis-
sýki, en konur sem fara í meðferð virðast þurfa
að yfirstíga meiri og stærri félagslegar hindranir
heldur en karlmenn sem fara í meðferð. Þessi
stimplun virðist enn meiri ef um mæður er að
ræða.
Meira virðist vera um árekstra, og geðrænt á-
stand er oft á tíðum erfiðara hjá konum. Það
verður þó að taka fram að þessi umræða er ekki
byggð á tölum enda hefur þetta ekki verið rann-
sakað heldur byggt á reynslu og tilfinningu
fangelsisyfirvalda.
Eitt atriði enn má nefna varðandi mun kynj-
anna í afplánun, en það er aigengara að konur
fái frestun á afplánun refsivistar. Eins virðast
þær fá lengri fresti heldur en karlmenn.
Hvað verður um börnin?
Margir spyrja sig þeirrar spurningar hvað verði
um börn kvenna sem afplána refsivist. Sem bet-
ur fer eiga mörg þeirra einhverja aðra að, hitt for-
eldrið, afa og ömmur. Það er því miður ekki alltaf
þannig. Þær konur sem eru komnar það langt,
það djúpt sokknar, að þær hafi framið glæpi sem
þær þurfa að svara fyrir með fangelsisvist, eru
ekki allar með stóra elskandi fjölskyldu á bak við
sig. Oft hafa þær brennt margar brýr að baki sér
og jafnvel útilokað sig frá samskiptum við annað
fólk, og þá jafnvel búnar að missa forsjá barna
sinna í hendur annarra á leið sinni í fangelsi, en
eins og áður sagði er fíkniefnaneysla algeng hjá
þeim konum sem enda í fangelsi.
34