19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 54

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 54
íris Ósk Traustadóttir var fulltrúi íslands á Barnaþingi Sameinuðu þjóðanna Lærði margt á þremur dögum Eftir: Elínu Jónsdóttur Barnaþing Sameinuðu þjóðann var haldið í New York 5.-7. maí 2002. Þetta var fyrsta Barnaþing SÞ þar sem börn voru sjálf þátttakendur. Um 350 ungmenni frá 190 aðildarríkjum SÞ komu saman til að ræða málefni barna í heiminum í dag. íris Ósk Traustadóttir var annar fulltrúi ís- lands á þinginu. Nánast engar upplýsingar höfðu verið gefnar fyrirfram um umfjöllunarefni þingsins, til að koma í veg fyrir að stjórnvöld aðildarríkjanna gætu haft áhrif á það sem börnin hefðu fram að færa. Á þinginu var aðallega fjallað um lokaá- lyktun síðasta Barnaþings sem var haldið árið 1990. Krökkunum var skipt í 7 hópa og valdi íris Ósk sér hóp sem fjallaði um vernd barna, svo sem gegn fátækt, ofbeldi í ýmsum myndum, og vernd gegn umhverfinu. Sá hópur og hópurinn um menntun voru þeir sem vöktu mestan áhuga á þinginu. Vernd gegn umhverfinu sneri að því sem íris Ósk vildi koma á framfæri, eða vernd barna gegn vímuefnum. Þegar litið er til ólíkra menningarheima, mis- munandi trúarrbragða, ungs aldurs og reynslu- leysis þeirra sem þingið sátu, mætti ætla að örðuglega gengi að stýra markvissum umræðu- hópum og setja fram ályktanir. En reyndin var allt önnur. Eftir því sem krökk- unum var tjáð tekur það hefðbundnar nefndir hjá Sameinuðu þjóðunum um einn mánuð að setja saman eina málsgrein sem er líkleg til að komast sem næst því að falla öllum aðildarríkj- unum í geð, óháð menningarsvæði. Á Barna- þinginu tók þrjá daga að fullgera heilt skjal sem allir gátu unað við. Enginn fullorðinn sat þingið, þeir komu þar aðeins að skipulagningu. Krakk- arnir stýrðu sjálf umræðunum og rituðu fundar- gerðir. Hvert barn hafði með sér fylgdarmann til verndar og aðstoðar, og til að túlka ef þess var þörf. íris Ósk segir hópinn hafa fljótt orðið sam- stilltan, og að allir hafi vitað vel hvaö þau vildu með veru sinni á þinginu og hverju þau vildu koma á framfæri. Hreinskilni og mikill vilji til að leggja sig fram hafi einkennt andrúmsloftið. Komið hafi fram skýrar lausnir á þeim vanda- málum sem fyrir lágu, og enginn hafi legið á skoðunum sínum af ótta við að styggja hina í hópnum. Strax hafi verið ákveðið að taka tillit til skoðana allra og að allir væru jafnir, óháð trú- arbrögðum og/eða annars mismunar. Það sem íris Ósk lagði áherslu á var í hversu fáum lönd- um er boðið uppá meðferðarúrræði fyrir börn undir 18 ára aldri. Hvað það varðar er ísland í fararbroddi, en samkvæmt upplýsingum írisar Óskar eru um 85 meðferðarúrræði fyrir börn hér á landi í dag og mættu í raun vera fleiri þar sem sífellt fleiri börn leiðist út í vímuefnaneyslu. Aldurinn sem börn hefji neyslu sé líka stöðugt að færast neðar. í lok þingsins vann 17 manna hópur ályktun úr fundargerðum hópanna. Ályktunin var síðan lesin upp á aukaallsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um málefni barna, sem hófst daginn eftir að barnaþinginu lauk. í ályktuninni var að- aláhersla lögð á að stuðla að bættri heilsu barna í heiminum, aukinni menntun, vernd gegn of- beldi og misnotkun og sókn gegn alnæmi í heiminum. Það sem íris Ósk finnst standa uppúr fyrir sig persónulega eftir þingið, er að hafa fengið að sjá við hversu góðar aðstæður hún býr við sem ungur íslendingur í dag miðað við mörg önnur börn frá öðrum aðildarríkjum Sameinuðu þjóð- anna. Ýmislegt í lífinu sem hún hafi tekið sem 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.