19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 30

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 30
Tálkvendi í kvikmyndum birtingarmynd nútímakvenna? Eftir. Sigríði Heiðu Kristjánsdóttur bókmenntafræðing Sjálfstæða og kynferðislega konan hefur lengi verið álitin ógn í Hollywood kvikmyndum. Birting- armynd hennar náði þó hátindinum á fimmta ára- tugnum með tilkomu svokallaðra film noir mynda, sem eru upphaflega undirgrein bófa- og spennu- mynda og þekkjast oft af drungalegu umhverfi frekar en sem sérstök kvikmyndagrein. Mynd- irnar endurspegla m.a. þær breyttu þjóðfélagsað- stæður í Bandaríkjunum sem urðu í kjölfar Seinni heimsstyrjaldarinnar þegar hætt var að hvetja konur til að sækja út á vinnumarkaðinn vegna heimkomu karla úr stríðinu. Það reyndist ekki vera hægt að snúa þróuninni við, þær voru búnar að kynnast fjárhagslegu sjálfstæði og því tók ekki sama Ijúfa, undirgefna stúlkan á móti ástmanni sínum við lok stríðs heldur sjálfstæð framakona. Mörgum körlum þótti breytt hlutverk kvenna ógn- un og töldu sig hafa glatað sínu gamla hlutverki sem eina fyrirvinna heimilisins. Birtingarmynd þessara sjálfstæðu kvenna er svokölluð „femme fatale“ eða tálkvendi í film noir myndum. Vopnaðar og kynferðislega árásagjarnar Sem kvikmyndatákn er tálkvendið þekkt fyrir afar eggjandi framkomu, það er fallegt, kynþokkafullt og með líkama sem enginn karlmaður með réttu ráði getur staðist. Tálkvendið sést ekki innan í kvikmyndaramma nema að vera annað hvort með sígarettu í munninum, byssu í hendinni eða karl- mann fastan við varirnar. Þröngur eða efnislítill klæðnaður undirstrikar líkama hennar og kynferð- islegt aðdráttarafl. (film noir táknar tálkvendið þá ógn sem fjölskyldunni, undirstöðu bandarísks samfélags, stendur af sjálfstæði hinnar vinnandi konu. Konan hefur sjálf engan áhuga á að stofna til fjölskyldu heldur tælir hún menn frá fjölskyldum sínum oftast með það í huga að komast yfir pen- inga þeirra. En til þess að ná peningunum verður hún að losa sig við manngreyin - drepa þá. Hún notar fagran líkama sinn og kynþokka hikstarlaust til að ginna menn til sín og sannfæra þá um sann- leikann með svikulum orðum. Tálkvendið er eins og könguló sem festir karl- ana í vefi sínum, því fylgi þeir ráðum hennar flækja þeir sig í svikavef og láta þá oftast lífið. Deyi karl- hetjan ekki kostar ráóabruggið tálkvendið sjálft lífið, með því skapast aftur jafnvægi í söguheimi myndarinnar og karlinn getur snúið heim til fjöl- skyldu sinnar. Tálkvendið flokkast því oftast sem illmenni, sem sést best af því hve oft hún er í slag- togi við óamerísk öfl eins og t.d. kommúnistum. Hún er ófreskja sem tætir í sig bandarískt samfé- lag og því er nauðsynlegt að útrýma henni í myndunum til að fjölskyldan haldi velli. Samúð á- horfenda var því ávallt með karlhetjunni sem tálkvendið afvegaleiddi upp í rekkju sína og svipt- ir þar með fjölskyldunni og jafnvel aleigunni. Þótt samúð áhorfenda hafi ekki legið hjá tál- kvendum þá voru hlutverk þeirra afar eftirsótt meðal margra frægustu leikkvenna á fimmta ára- tugnum í Hollywood. Ástæðan kann að vera sú að það er áhugaverðara og meira krefjandi að leika illmenni heldur en t.d. óvirka eiginkonu eða kærustu karlhetjunnar, sem áttu ekki að gera ann- að en vera stoð og stytta hans. Frægustu femme fatale leikkonurnar voru Joan Crawford fyrir túlk- un sína á Mildred Pierce í samnefndri mynd, sem fjallar um „passífa" eiginkonu sem dag einn stofn- ar eigið fyrirtæki, yfirgefur eiginmann sinn og öðl- ast þar með sjálfstæði. Og svo er það leikkonan Barbara Stanwyck lék oftast femme fatale allra leikkvenna og hún hlaut því hið skemmtilega viðurnefni „Barbara the Butcher", því um leið og hún birtist á skjánum var ekki langt í að blóðið færi að flæða. Double Indemnity (Billy Wilder, 1944)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.