19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 40
þunga svo að þeir sem eiga í baráttu við
aukakílóin þurfa ekki að óttast að brjóta hana.
Brjóstin eru líka gerð úr sérstöku silíkongeli sem
má kreista og klípa að vild.
Hverjir kaupa sér brúðu-beib?
Til þess aó vera algjörlega sanngjörn þá eru það
nú ekki bara kynsveltir karlar sem gefist hafa upp
á því að finna sér raunverulega konu sem kaupa
brúðu-beib. Brúðurnar eru töluvert dýrar og því
kannski ekki raunhæfur möguleiki fyrir alla. Ein
brúða kostar rúma hálfa milljón íslenskra króna
enda er hún listasmíð og nánast óhugnanlega
raunveruleg, gerð úr rándýru efni. Margir lista-
menn, listsafnarar, kvikmyndagerðamenn, vís-
indamenn, fólk úr heilbrigðisgeiranum og fleiri
kaupa sér brúðu-beib. Þrátt fyrir að fyrirtækið
sem framleiðir þær fari ekki í laununga með kyn-
ferðislegan tilgang brúðanna þá má nýta þær á
margan annan hátt, til dæmis sem módel fyrir
myndlistarnema. Það eru ekki bara einhleypir
karlar sem nýta sér brúðu-beibin þrátt fyrir að þeir
séu í miklum meirihluta kaupenda. Mörg pör fá
sér brúðu-beib til að krydda upp á kynlífið á á-
hættulausan hátt.
Endalok konunnar?
Er nú svo komið að við konurnar erum orðnar ó-
þarfi? Úrelt fyrirbæri á tækniöld? Getur verið að
menn hafi áttað sig á því að það verður aldrei hægt
að móta hinn náttúrulega kvenlíkama að þeim ó-
raunhæfu kröfum sem samfélagið gerir til kvenna
og því hafi bara verið kominn tími á að kasta okk-
ur konum af holdi og blóði (líka þeim sem eru með
silíkonbrjóst) til hliðar fyrir ,,fullkomna“ gervikonu?
Ekki nóg með að hún hafi útlit hinnar „fullkomnu"
kynveru með ofvaxin brjóst á tággrönnum líkaman-
um, þá hefur hún líka hið fullkomna, undirgefna
hugarfar sem svo lengi hefur verið reynt að þvinga
upp á konur. Hún hefur engann metnað, engar
skoðanir, ekkert skap, engann vilja. Þvílík himna-
sælafyrir margan langþreyttan manninn á nöldri og
veseni með raunverulegar konur!
En hvað getum við konur þá gert? Er úti um
okkur eða hvað? www.realdoll com hefur lausnina
við því svari. Núna getum við stelpurnar líka fleygt
frá okkur útjöskuðum, eigingjörnum og tillitslaus-
um kærustunum því JÚ STELPUR! Hann er kom-
inn! Brúðu-guminn hefur litið dagsins Ijós og hann
er til í slaginn! Óaðfinnanlega vöðvastæltur með
sífellda reisn er brúðu-guminn tilvalinn kostur fyrir
konur sem eru orðnar þreyttar á misheppnuðum
elskhugum. Hann er alltaf til í slaginn og slöpp
brjóst, appelsínuhúð, æðahnútar...allt er þetta jafn
æsandi fyrir hann því hann á ekki við stinningar-
vanda að stríða. Reyndar er enn sem komið er
bara til eitt einasta módel af brúðu-guma og hann
er töluvert dýrari en brúðu-beib þannig að ekki er
um algjört jafnrétti að ræða í þessum málum. En
hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Kannski
getum við konurnar von bráðar valið úr öllum
mögulegum týpum af brúðu-gumum með mis-
munandi líkamsbyggingu. Þá ætti nú að vera gam-
an hjá öllum, bæði konum og körlum! □
Teikning birt með góðfúslegur leyfi Skjadborgar úr bókinni Geggjað grín um kynlíf eftir David Pye