19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 33

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 33
Konur koma ekki fyrstar upp í hugann þegar hugsað er um fanga sem afplána refsingu innan fangelsismúra. Myndin sem kemur upp er því síður af móður sem þarf að skilja börnin sín eft- ir í umsjá annarra, jafnvel ókunnugra, meðan hún afplánar sína refsingu í fangelsi. Það gleymist nefnilega oft, viljandi eða óviljandi, að sá sem brýtur af sér á sitt einkalíf, sína fjöl- skyldu sem var til áður en glæpurinn var fram- inn. í þessari grein er m.a. varpað Ijósi á það hvernig búið er að fangelsismálum fyrir þær konur sem dæmdar eru til fangelsisvistar hér á landi. Einnig er fjallað um það hvað verði um börn kvenna í fangelsum. í dag eru 5 fangelsi á landinu. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg sem tekur á móti flestum föngum til afplánunar, fangelsið Kópavogsbraut 17, Litla- Hraun, Kvíabryggja og fangelsið á Akureyri. Fangar geta svo lokið síðustu mánuð- um afplánunar hjá Vernd sem er áfangaheimili sem fangahjálpin Vernd rekur, en fangar geta,að vissum skilyrðum uppfylltum, fengið að afplána síðasta hluta refsivistar þar. Þaðan stunda fang- ar vinnu en greiða fyrir uppihald sitt sjálfir. Þetta eru yfirleitt 8-9 fangar í einu sem eru að Ijúka af- plánun og svo 6-7 sem dvelja þar að afplánun lokinni meðan þeir koma sér af stað út í lífið. Konur fá að koma á Vernd og virðist hlutfall þeirra þar vera svipað og í afplánun almennt. Sumir fangar fá svo að Ijúka afplánun með svokallaðri samfélagsþjónustu og virðist sem hlutfall kvenna sem tekur þátt í slíku sé almennt hærri heldur en hlutfall kvenna í afplánun al- mennt. Ánægja virðist vera með bæði Vernd og samfélagsþjónustuna og má segja að í miklum meirihluta standist fangar þau skilyrði sem þeim eru sett þar. Ekki talin þörf á kvennafangelsi Til að byrja með var engin sérstök aðstaða fyrir konur sem afplánuðu refsivist. Þær fáu konur sem dæmdar voru í fangelsi afplánuðu sína refsi- vist með körlum og voru þær þá vistaðar í hvaða fangelsi sem var. Upp úr 1980 var hins vegar stofnuð sérstök kvennadeild í fangelsinu á Akur- eyri sem var starfrækt í eitt ár. Eftir það og fram að þeim tíma sem fangelsið að Kópavogsbraut var opnað voru konur vistaðar á Bitru í Hraun- gerðishreppi í Árnessýslu, en það er sveitaheimili. Athygli vekur að í fræðigreinum frá 1978 er ekki talin þörf á sérstöku kvennafangelsi. Hinn 27. apríl 1989 var fangelsið við Kópa- vogsbraut svo stofnað. í dag afplána konur sína refsivist þar, en í fangelsinu eru 12 fanga- pláss. Þar sem konur í afplánun eru það fáar, eða u.þ.b 5-6 í einu, eru þar einnig karlkyns fangar í afplánun. Um samskipti kynjanna gilda strangar reglur og er fangelsinu skipt upp í tvo ganga, annan fyrir karla og hinn fyrir konur. Dagleg samvera er þó blönduð og reynt að hafa daglegt líf eins eðlilegt og hægt er. Inn í fang- elsið eru valdir karlfangar, t.d. ekki menn sem dæmdir hafa verið fyrir gróf ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. Blöndun kynjanna í fangelsinu virðist hafa gengið vel og engin sérstök vanda- mál samhliða því hafa skapast. Aðstaðan á Kópavogsbraut er öðruvísi en í flestum öðrum fangelsum landsins. Það má segja að það sé heimilislegra, enda er gert ráð fyrir því að konur geti verið með kornabörn sín með sér í afplánun. Húsnæðið er innréttað þannig að hægt er að hafa börn þar, t.d. er hægt að setja handrið fyrir stiga, þar eru leik- föng, barnastólar, barnarúm og þess háttar. Engin fjölskyldustefna í dag er engin skráð opinber fjölskyldustefna hjá fangelsisyfirvöldum. Þau gera sér engu að síður grein fyrir því að reyna verður að halda tengslum fanga við fjölskyldu sína sem mestum, enda seg- ir það sig sjálft að meiri líkur eru á að fangi nái að halda sér réttum megin við strikið haldi hann á- fram tengslum við fjölskyldu sína. Sérstaklega er gert ráð fyrir að fangi fái heimsóknir frá fjölskyldu sinni og er skilgreint í reglugerð hvað teljist til fjöl- skyldu. Á Litla-Hrauni er sérstakt fjölskylduher- bergi með leikföngum o.þ.h. sem notað er við heimsóknir. Fangar geta einnig að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og eftir að ákveðinn hluti refsingar hefur verið afplánaður fengið dagsleyfi sem geta verið notuð til að heimsækja fjölskyld- una. Að auki má nefna þann möguleika að fangi fái leyfi til að gæta sérstakra persónulegra hags- muna, það hefur m.a. verið notað ef fangi vill ekki að stálpað barn sjái sig í fangelsi og fær því að heimsækja það. Þetta þarf þó allt að vera að vissum skilyrðum uppfylltum, enda má ekki gleyma því að fanginn er að afplána refsivist. Ekki má í þessu samhengi líta framhjá því að í fangelsinu á Kópavogsbraut er gert ráð fyrir því að konur geti haft ung börn sín hjá sér í afplán- un. Gert er ráð fyrir þessu í lögum og hafa yfir- völd yfirleitt miðað við að börnin séu ekki eldri 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.