19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 9
ar spurt er hvers vegna parið hagi hlutunum þannig er viðkvæðið oftar en ekki eitthvað á þessa leið. „Það hefur ekkert með jafnrétti að gera að ég skipti aldrei um dekk. Ég geri bara eitthvað annað fyrir hann í staðinn." Eða: „Hann kann ekki að skipta á barninu." Ætli jafnrétti verði meðan þetta er hugarfar ungra kvenna? Það þýðir kannski lítið að fussa og sveia yfir svörum sem þessum og oftar en ekki er slík verkaskipt- ing vísast ómeðvituð. Verður einhvern veginn ó- vart svona. En ég held samt að hugarfarið sé okkur oft fjötur um fót. Flestar viljum við jafnrétti, innan og utan heimilis. Samt sem áður held ég að við könnumst flestar við að taka að okkur ein- hverskonar verkstjórn á heimilinu. Það er ef við tökum heimilið ekki alveg yfir. Hvaða kona kann- ast til dæmis ekki við að þrjóta handklæðin sjálf af því að „hann gerir það ekki alveg rétt“? Að brjálast þegar hann vaskar ekki upp eins hún er „vön að gera“ eða að skipta um föt á barninu af því að hann klæddi það í föt sem ekki pössuðu saman? Má vera að verkaskiptingin á heimilinu sé kynbundin af því að við leyfum mökum okkar ekki að taka ábyrgð og gera hlutina á sinn hátt? Þannig komist karlmenn undan því að taka á- byrgð á heimilishaldinu einfaldlega vegna þess að þeim er ekki treyst? Stundum viljum við líka vera í prinsessuhlutverkinu og láta gera hlutina fyrir okkur. Til dæmis þegar kemur að því að skipta um dekk á bílnum og „gerum þá bara eitt- hvað annað fyrir hann í staðinn". Er þetta hugar- far að verða þess valdandi að við hjökkum í sama farinu og verður lítið ágengt í jafnréttisbarátt- unni? Er margt af því sem betur mætti fara í jafn- réttisbaráttunni þannig okkar eigin hugarfari að kenna? Eru það annars ekki litlu hlutirnir í einka- lífi okkar sem smám saman leggja lóð á vogar- skálar jafnréttis? Mitt er ekki að svara heldur okkar allra. Við ættum allar að líta í eigin barm og spyrja okkur þessara spurninga. □ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.