19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 56

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 56
Konur í heittrúar- söfnuðum á Islandi Eftir: Roald Eyvindsson bókmennta- og kynjafræðing Kristni hefur öldum saman verið einn megin- þátta í gangverki vestrænna trúarbragða og lífs- hátta. Vaxandi úrsögn fólks úr Þjóðkirkjunni á íslandi undanfarin ár bendir hins vegar til að hér sé þjóðkristni á undanhaldi. Sumir telja þessa þróun eðlilega í Ijósi vísindalegra framfara og breyttra lifnaðarhátta. Þeir sem eru fastheldnir á gamla siði telja hana aftur á móti merki um al- menna siðferðishnignun í íslensku þjóðfélagi, enda má alveg eins spyrja hvort þróun leiði alltaf til framfara? Þær raddir sem hafa meðal annars gagrýnt Þjóð- kirkjuna tilheyra kristnum heittrúarsöfnuðum, þ.e. trúarsöfnuðum sem standa utan við Þjóðkirkjuna. Að mati forstöðumanns Krossins, Gunnars Þor- steinssonar, sinnir Þjóðkirkjan t.d. „ekki kirkjuleg- um skyldum sínum við landslýö en mókir í hæg- indum sínum og starf hennar virðist hafa það helsta markmið að viðhalda sjálfri sér.“ Heittrúar- söfnuðir leggja m.a. mikla áherslu á að rækta hjónabandið, fjölskylduna og ættarvensl. Með hliðsjón af því er vert að skoða stöðu kvenna inn- an heittrúarsafnaða, viðhorf safnaðanna til jafn- réttis kynjanna og skoðanir þeirra á breytingunum sem orðið hafa á hlutverki kvenna. Spurningin er sú hvort heittrúarsöfnuðir á íslandi aðhyllast kynjajafnrétti eða boða þeir afturhvarf til alda- langrar kúgunnar kvenna? Kvenfrelsi eða kúgun? Heittrúarsöfnuði má skipa í tvo flokka samkvæmt fræðimanninum Max Weber, annars vegar sértrú- arhópa og hins vegar sértrúarsöfnuði. Munurinn á þeim er sá að á meðan sértrúarhópar eru ein- angraðir og fylgja leiðtoga sem talinn er hafa náð- arvald þá hafa sértrúarsöfnuðir náð að þróast á lengri tíma, stækkað og því samlagast betur sam- félaginu. Eins situr sami maðurinn ekki einn að leiðtogahlutverkinu í trúarsöfnuðum eins og í trú- arhópum heldur eru menn reglulega kosnir til að gegna því embætti. Hérlendis eru a.m.k. 13 krist- in trúfélög skráð fyrir utan Þjóðkirkjuna og fríkirkj- ur samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í des- ember 2001. Fjöldi meðlima þeirra er ca. 9.774 talsins, en af þeim eru ca. 5.115 konur. Árið 1996 birtist grein eftir Margréti Jónsdóttur, „Af konum sem bíða“, í bókinni Konur og krists- menn: Þættir úr kristnisögu íslands sem byggði á rannsókn sem hún gerði á stöðu og hlutverkum kvenna í þremur heittrúarsöfnuðum á íslandi: Hjálpræðishernum, Fíladelfíu og Krossinum. Sú rannsókn leiddi m.a. í Ijós að oft rákust hagsmun- ir safnaðarkvenna á við reglur trúarhópanna. Konur í Hjálpræðishernum og Fíladelfíu voru t.d. almennt óánægðar með að körlunum í trúarhóp- unum skyldi vera veittar helstu stjórnunarstöður. í rannsókn Margrétar er mikinn fróðleik að finna og hún því höfð til hliðsjónar þegar þessi grein var skrifuð. Hér var hins vegar leitað svara hjá for- svarsmönnum Krossins, Vegsins og Votta Jehóva á íslandi. Vegurinn - Guð úthellir anda sínum fyrir alla Fríkirkjan Vegurinn var stofnuð árið 1982 og hef- ur aðsetur í Kópavoginum. Meðlimir hennar trúa því að Biblían í heild sinni sé orð Guðs, innblásin af heilögum anda. Fyrirmynd safnaðarins er „söfnuður Nýja Testamentisins sem hefur postul- ana og spámennina að grundvelli en Jesú að hornsteini (sbr. Efes. 2.20)“. Hlutverk safnaðarins er að boða orð Biblíunnar, reka öflugt safnaðar- starf og meðlimir hans eru skírðir í vatni. Meðlim- ir Vegsins eru 726, af þeim eru konur 359 eða u.þ.b. helmingur safnaðarmeðlima. Guðlaug Tómasdóttir, rekstrarstjóri Vegsins, veitti svör í fjarveru forstöðumannsins Högna Valssonar. Aðspurð hvort staða og hlutverk kvenna og karla í söfnuðinum séu á einhvern hátt ólík segir Guðlaug svo ekki vera. „Ekki er gerður greinamunur þar á, þau eru jöfn, annað ekki ofar hinu, sbr. að í Postulasögunni 2. kafla segir að á efstu dögum segir Guð að hann muni úthella anda sínum fyrir alla menn. Það á við um bæði kynin. Synir og dætur munu spá og ungmenni munu sjá sýnir og gamalmenni drauma dreyma 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.