19. júní - 19.06.2002, Page 56
Konur í heittrúar-
söfnuðum á Islandi
Eftir: Roald Eyvindsson bókmennta- og kynjafræðing
Kristni hefur öldum saman verið einn megin-
þátta í gangverki vestrænna trúarbragða og lífs-
hátta. Vaxandi úrsögn fólks úr Þjóðkirkjunni á
íslandi undanfarin ár bendir hins vegar til að hér
sé þjóðkristni á undanhaldi. Sumir telja þessa
þróun eðlilega í Ijósi vísindalegra framfara og
breyttra lifnaðarhátta. Þeir sem eru fastheldnir
á gamla siði telja hana aftur á móti merki um al-
menna siðferðishnignun í íslensku þjóðfélagi,
enda má alveg eins spyrja hvort þróun leiði
alltaf til framfara?
Þær raddir sem hafa meðal annars gagrýnt Þjóð-
kirkjuna tilheyra kristnum heittrúarsöfnuðum, þ.e.
trúarsöfnuðum sem standa utan við Þjóðkirkjuna.
Að mati forstöðumanns Krossins, Gunnars Þor-
steinssonar, sinnir Þjóðkirkjan t.d. „ekki kirkjuleg-
um skyldum sínum við landslýö en mókir í hæg-
indum sínum og starf hennar virðist hafa það
helsta markmið að viðhalda sjálfri sér.“ Heittrúar-
söfnuðir leggja m.a. mikla áherslu á að rækta
hjónabandið, fjölskylduna og ættarvensl. Með
hliðsjón af því er vert að skoða stöðu kvenna inn-
an heittrúarsafnaða, viðhorf safnaðanna til jafn-
réttis kynjanna og skoðanir þeirra á breytingunum
sem orðið hafa á hlutverki kvenna. Spurningin er
sú hvort heittrúarsöfnuðir á íslandi aðhyllast
kynjajafnrétti eða boða þeir afturhvarf til alda-
langrar kúgunnar kvenna?
Kvenfrelsi eða kúgun?
Heittrúarsöfnuði má skipa í tvo flokka samkvæmt
fræðimanninum Max Weber, annars vegar sértrú-
arhópa og hins vegar sértrúarsöfnuði. Munurinn
á þeim er sá að á meðan sértrúarhópar eru ein-
angraðir og fylgja leiðtoga sem talinn er hafa náð-
arvald þá hafa sértrúarsöfnuðir náð að þróast á
lengri tíma, stækkað og því samlagast betur sam-
félaginu. Eins situr sami maðurinn ekki einn að
leiðtogahlutverkinu í trúarsöfnuðum eins og í trú-
arhópum heldur eru menn reglulega kosnir til að
gegna því embætti. Hérlendis eru a.m.k. 13 krist-
in trúfélög skráð fyrir utan Þjóðkirkjuna og fríkirkj-
ur samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í des-
ember 2001. Fjöldi meðlima þeirra er ca. 9.774
talsins, en af þeim eru ca. 5.115 konur.
Árið 1996 birtist grein eftir Margréti Jónsdóttur,
„Af konum sem bíða“, í bókinni Konur og krists-
menn: Þættir úr kristnisögu íslands sem byggði á
rannsókn sem hún gerði á stöðu og hlutverkum
kvenna í þremur heittrúarsöfnuðum á íslandi:
Hjálpræðishernum, Fíladelfíu og Krossinum. Sú
rannsókn leiddi m.a. í Ijós að oft rákust hagsmun-
ir safnaðarkvenna á við reglur trúarhópanna.
Konur í Hjálpræðishernum og Fíladelfíu voru t.d.
almennt óánægðar með að körlunum í trúarhóp-
unum skyldi vera veittar helstu stjórnunarstöður.
í rannsókn Margrétar er mikinn fróðleik að finna
og hún því höfð til hliðsjónar þegar þessi grein var
skrifuð. Hér var hins vegar leitað svara hjá for-
svarsmönnum Krossins, Vegsins og Votta Jehóva
á íslandi.
Vegurinn - Guð úthellir anda sínum fyrir alla
Fríkirkjan Vegurinn var stofnuð árið 1982 og hef-
ur aðsetur í Kópavoginum. Meðlimir hennar trúa
því að Biblían í heild sinni sé orð Guðs, innblásin
af heilögum anda. Fyrirmynd safnaðarins er
„söfnuður Nýja Testamentisins sem hefur postul-
ana og spámennina að grundvelli en Jesú að
hornsteini (sbr. Efes. 2.20)“. Hlutverk safnaðarins
er að boða orð Biblíunnar, reka öflugt safnaðar-
starf og meðlimir hans eru skírðir í vatni. Meðlim-
ir Vegsins eru 726, af þeim eru konur 359 eða
u.þ.b. helmingur safnaðarmeðlima.
Guðlaug Tómasdóttir, rekstrarstjóri Vegsins,
veitti svör í fjarveru forstöðumannsins Högna
Valssonar. Aðspurð hvort staða og hlutverk
kvenna og karla í söfnuðinum séu á einhvern hátt
ólík segir Guðlaug svo ekki vera. „Ekki er gerður
greinamunur þar á, þau eru jöfn, annað ekki ofar
hinu, sbr. að í Postulasögunni 2. kafla segir að á
efstu dögum segir Guð að hann muni úthella
anda sínum fyrir alla menn. Það á við um bæði
kynin. Synir og dætur munu spá og ungmenni
munu sjá sýnir og gamalmenni drauma dreyma
56