19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 36
þess að barnaverndaryfirvöld feli einhverjum
fóstur barns þá þarf fósturforeldrið að fara í
gegnum úttekt og samþykki yfirvalda sem er
mun ítarlegri úttekt en þegar þarnaverndaryfir-
völd eru að samþykkja ráðstöfun foreldris. Við
ráðstöfun barnaverndarnefndar er geróur samn-
ingur við fósturforeldrið og línurnar oft skýrari
en þegar foreldri sér um þetta sjálft. Barn get-
ur lent hjá sama aðilanum eftir hvorri leið sem
er, og jafnvel byrjað þar vegna tilstuðlan
foreldris og síðan farið gegnum ferlið hjá barna-
verndarnefnd og á endanum er gerður fóstur-
samningur milli fósturforeldris og barnaverndar-
nefndar.
Ef barn á annað foreldri á lífi sem ekki hefur
forsjá barnsins flyst forsjáin ekki sjálfkrafa til
þess þó að hitt foreldrið sitji í fangelsi. Vilji for-
sjárlausa foreldrið fá forsjána verður það að
leita til dómstóla eins og í venjulegu forsjár-
deilumáli. Það gæti líka orðiö fósturforeldri, t.d.
eftir ósk forsjárforeldris í fangelsi, eins furðu-
lega og það hljómar.
Séu börn í fóstri hafa þau engu að síður um-
gengni við foreldri sitt í fangelsi. Þau fá að
heimsækja þaó og þess háttar og vera með for-
eldrinu í dagsleyfi ef það nýtur slíkra réttinda.
Ef um langa afplánun er aö ræða, t.d. 12 mán-
uði eða meira geta barnaverndarnefndir svipt
foreldri forsjánni og sett barnið í varanlegt fóst-
ur. Þetta er þó alltaf metið með tilliti til þarfa og
þroska barnsins. Ef um stálpuð börn er að
ræða mætti fangelsisdvölin þó vera lengri til
þess að það þyldi röskunina. Sem betur fer eru
slíkar ráðstafanir mjög sjaldgæfar.
Yfirvöld fylgjast með börnum
Munur er á kynjunum á þessu sviði, svo mikið er
víst og er það vert rannsóknarefni að fara ofan í
kjölinn á þessum málum og þá sérstaklega
kannski muninn á afbrotum kynjanna. Eins er
merkilegt hversu hærra hlutfall kvenna er hjá
þeim sem fá frestun á ákæru heldur en hjá þeim
sem enda svo í fangelsi. Skyldu konur láta sér
slíka viðvörun að kenningu verða eóa fá þær
frekar slíka viðvörun heldur en ungir karlmenn?
Einnig má velta því fyrir sér eftir þessa athugun
hvort að hið félagslega taumhald sé sterkara hjá
konum heldur en körlum og því séu afbrotin
færri. Skyldi aukið jafnrétti vera farið að hafa á-
hrif með þeim hætti að fangelsisdómum fjölgi
hjá konum? Það er allavega Ijóst að brot þeirra
kvenna sem eru að fremja sín fyrstu brot eru að
breytast frá því að vera nánast eingöngu bund-
in við skjalafals yfir í að vera ofbeldisbrot, inn-
brot og þjófnaðir, en það eru brot sem einungis
karlmenn hafa framið hingað til.
Það virðist vera tilfinningalega erfiðara fyrir kon-
ur að afplána fangelsisvist heldur en karlmenn, en
eins og fleira á þessu sviði hefur það ekki verið
rannsakað. Börnin hljóta að hafa þar eitthvað að
segja og áhyggjur af þeim og vistun þeirra eru
sjálfsagt einn af erfiðustu þáttunum við fangelsis-
vist. Barnaverndaryfirvöld fylgjast með þörnum
einstæðra foreldra þótt ekki sé um formlega þátt-
töku þeirra í þessu ferli að ræða. Farið er að ósk-
um foreldris varðandi vistun barns svo lengi sem
barnaverndaryfirvöld telja ráðstöfun trygga og
ekki í andstöðu við þarfir barnsins. Það er svo
annað mál að fara út í það mat hvenær ráðstöfun
er trygg og hvernig hagsmunir barns verða best
tryggðir og verður ekki fjallað um það viðkvæma
málefni hér. Það er ekki algengt að konur sitji í
fangelsi, og það að fangar afpláni lengri refsingu
en eitt ár er heldur ekki algengt, þannig að sem
betur fer er ekki oft ástæða til varanlegra aðgerða
af hálfu barnaverndaryfirvalda vegna umönnunar
barna. Já sem betur fer, enda verður að telja að
í hugum margra er ekki hægt að hugsa sér meiri
refsingu en að missa barnið sitt til annarra, en það
sorglega er að það getur gerst í þessum mála-
flokki. □
Heimildir:
Skýrstur fangelsismálstofnunar ríkisins 1989-
1999.
Hrefna Friðriksdóttir lögfr. Barnaverndarstofu.
Munnleg heimild apríl 2002.
Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsis-
ins Kópavogsbraut 17. Munnleg heimild maí
2002.