19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 13
sínu daglega lífi. Valdaójöfnuð teljum við varðveit- ast á sama hátt. Til þess að hann haldist, þurfa þegnarnir að samþykkja stöðu sína og hegða sér samkvæmt henni, jafnt þeir sem staðsettir eru of- arlega á metorðastiga og þeir sem lægra eru sett- ir. Út frá þessu mætti spyrja hvort það væri skyn- samlegra fyrir konur, frá þessum mismunandi menningarheimum, að meta stöðu sína út frá körlum í eigin samfélagi í stað kvenna á fjarlæg- um slóðum og athuga um leið hvort gagnrýni hvors hóps fyrir sig gæti mögulega átt við rök að styðjast? Eru ástæður karpsins í raun af- neitun beggja hópa á raunveru- legri stöðu sinni eða öllu heldur veik tilraun til þess að réttlæta stöðuna fyrir þeim sjálfum? Valfrelsi eða samfélagslega skilyrt? Við höfum veitt því athygli að blæju- notkun virðist fara mest í taugarnar á Vest- rænum konum þegar múslíma stelpur sem aldar eru upp í okkar heimshluta kjósa að bera blæju. E.t.v. finnst gagnrýnendum blæjunnar hvimleitt að þær stúlkur sem kynnst hafa frelsandi Vestrænum hugsunarhætti skuli staðfesta kúgun karla á þennan augljósa hátt, en skýra það út frá því að hin þrúgandi menning Mið-Austurlanda þröngvi kröfunni að þeim. Við efumst einhvern veginn um að svipaðar tilfinningar bærast í brjósti þessara sömu gagnrýnenda þegar kornungar stúlkur á Vesturlöndum í auknum mæli byggja sjálfsímynd sína á sexíheitum. Ástæður að baki blæjunotkunar getur verið að finna hjá konunum sjálfum, vegna þrýstings frá fjölskyldu, samfélaginu í heild eða hreinlega verið lögbundin skylda. Ástæður þess að konur á Vest- urlöndum ýkja kynþokka sinn samkvæmt því sem þykir eftirsóknarvert eru án efa líka margar. Stundum virðist það vera sjálfstætt persónu- legt val, líkt og fyrrnefndur ný-unglingur hefur margoft bent á, mótað af tískustraumum sem konur hlýða af mismikilli hollustu. Atvinnulífið leggur einnig oft miklar fegurðar- og kynþokka- kröfur á stúlkur. Sín hvor hliðin á sömu mynt!? Ástæðu að við tókum eftir þessari samlíkingu blæj- unnar og sexíheita, sem varð til þess að við fórum að skoða menningu okkar gagnrýnið, teljum við vera að kröfur samfélagsins um það að konur ýki kynþokka sinn hafa aukist frá okkar unglingsárum. Annars hefðum við að öllum líkindum aldrei komið auga á hliðstæðuna. Konur telja ákvörðun sína um að klæðast kynæsandi fatnaði og verja miklum tíma í að bæta útlit sitt með ýms- um brögðum og jafnvel lýtaaðgerðum, vera byggða á eigin vali, en ef skyggnst er undir yfirborðið sýnist okkur það því miður gert á forsendum karla. Það sem þótti fara yfir strikið á okkar unglingsárum þykir vel innan marka í dag og sömuleiðis nær krafan um sexíheit til mun yngri stelpna en áður þótti sæmandi. Við að þenja þessi mörk út fyrir þann ramma sem við eigum að venjast sem menningarverur þá virðist kúg- un kvenna afhjúpast. Það sem fólki á okkar aldri sér sem niðurlægingu, t.d. þörf ungra stelpna til að herma eftir stelpum í tónlistarmyndböndum, finnst ungu stelpunum vera fullkom- lega sjálfstætt val. Á sama hátt og hjá konum sem klæðast blæjunni í Mið-Austur- löndum er ástæða þess að stelpur velja sér kynæsandi útlit ekki einvörðungu í höndum þeirra sjálfra, heldur frekar samfélagslega skilyrt val. Samfélagið ýtir undir þetta með þúsundum óbeinna skilaboða í formi tískustrauma sem birtast í fjölmiðl- um, kvikmyndum og popptíví myndböndum. Við leyfum okkur því að efast um frjálst val stúlkna í þessu samhengi. Stelpum allt niður í 12 ára aldur er frjálst að vera vel til hafðar og jafnvel sexí. Snyrtivör- ur og sexí nærfatnaður, þröngir magabolir, mjaðmabuxur, gaddabelti og há stígvél eru nú framleidd með kornungar stelpur í huga sem mark- aðshóp. Eitt augljósasta dæmi um að fara yfir strik- ið er auglýsing frá íslenskum stórmarkaði á höfuð- borgarsvæðinu sem sýndi litla stelpu í magabol með áletruninni „Pornstar in training." Við erum sprottin úr menningu sem taldi okkur trú um að jafnrétti væri náð eða a.m.k.hér um bil. Fyrir baráttu kvenréttindakvenna var formlegu jafnrétti náð fyrir nokkrum áratugum en enn er langt í land til þess að raunverulegu jafnrétti verði náð. Þó að margar konur hafi unnið ótrúleg þrekvirki og náð mjög langt þá virðist vera ótrúlega mikil fyrirstaða innan samfélagsins gegn því að kynin verði að jöfnu metin. Okkur flaug í hug hvort hin mikla sexí- heitakrafa á konur, allt niður í litlar stúlkur gæti einmitt verið leið ósýnilegra samfélagsstrauma til að grafa undan þeim afrekum sem þegar hafa náðst í kvenréttindabaráttunni og koma þannig í veg fyrir að raunverulegt jafnrétti náist. □ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.