19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 57

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 57
o.s.frv. Það er breytingin frá Gamla testamennt- inu.“ í söfnuðinum eru einstaklingar af báðum kynjum í stjórnunarstöðum og fara fyrir deildum. Vottar Jehóva - konur öflugri trúboðar Saga Votta Jehóva á íslandi hefst hjá Vestur-ís- lendingum í Kanada snemma á síðustu öld. Árið 1929 fluttist hingað trúboðinn Georg Fjölnir Líndal sem ferðaðist um landið og boðaði trú þeirra. Fyrstu Vottarnir hér á landi skírðust á sjötta ára- tugnum. Söfnuðurinn hefur samkomuhús víð- svegar um landið, þrjú í Reykjavík, á Akureyri, í Keflavík og á Selfossi. Forystumenn safnaðarins eru nefndir umsjónarmenn eða safnaðaröldungar. Söfnuðurinn heldur reglulega fræðslusamkomur og á vegum hans eru rekin öflugt trúboðsstarf og kennsla. Vottar benda á varðveislu Biblíunnar, innra samræmi hennar, vísindalega nákvæmni og síð- ast en ekki síst spádóma hennar sem sönnun fyr- ir því að höfundur hennar sé Guð en ekki menn. Þeir trúa því að Guðsríki sé raunveruleg, himnesk stjórn og ekki líði á löng þar til hún taki við og ríki yfir allri jörðinni. En með því verði endir bundinn á m.a. hernað, fátækt, glæpi og kúgun. Svanberg K. Jakobsson, kynningarfulltrúi Votta Jehóva, fullyrðir að konur njóti sömu virðingar í söfnuðinum og karlar. Þær taki mikinn þátt í starfsemi safnaðarins og inni af hendi meiri hluta trúþoðsstarfsins, en þær eru 328 talsins í söfnuð- inum sem telur 368 meðlimi. „Umsjón og forysta safnaðarins er í höndum karla, og er svo í söfnuð- um Votta Jehóva um heim allan. Þetta er í sam- ræmi við þá meginreglu Biblíunnar að karlar og konur hafi að ýmsu leyti ólík hlutverk þó að hvor- ugt sé æðra sett eða lægra en hitt. Þessi hlut- verkaskipan gerir ráð fyrir því að forystan og á- byrgðin, sem fylgir henni, hvíli almennt séð á herðum karlanna.“ Forystustörfin í söfnuðinum eru ólaunuð sjálfboðavinna. Krossinn - ólík verksvið kynjanna Krossinn var stofnaður árið 1978 á íslandi og er staðsettur í Kópavoginum. Meðlimir hans aðhyll- ast trú hvítasunnumanna, þ.e. endurkomu Krists, frelsun fyrir trúna á hann og skírn í heilögum anda en það felst í því að tala tungum og skírast með niðurdýfingu. Árið 1996 voru kynin í jöfnu hlutfalli í söfnuðinum, en körlum hafði þá fjölgað með stofn- un meðferðarheimilis fyrir unga menn með áfeng- is- og fíkniefnavandamál. Nú eru karlar eilítið fleiri heldur en konur, eða 277 karlar á móti 225 konum. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.