19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 57
o.s.frv. Það er breytingin frá Gamla testamennt-
inu.“ í söfnuðinum eru einstaklingar af báðum
kynjum í stjórnunarstöðum og fara fyrir deildum.
Vottar Jehóva - konur öflugri trúboðar
Saga Votta Jehóva á íslandi hefst hjá Vestur-ís-
lendingum í Kanada snemma á síðustu öld. Árið
1929 fluttist hingað trúboðinn Georg Fjölnir Líndal
sem ferðaðist um landið og boðaði trú þeirra.
Fyrstu Vottarnir hér á landi skírðust á sjötta ára-
tugnum. Söfnuðurinn hefur samkomuhús víð-
svegar um landið, þrjú í Reykjavík, á Akureyri, í
Keflavík og á Selfossi. Forystumenn safnaðarins
eru nefndir umsjónarmenn eða safnaðaröldungar.
Söfnuðurinn heldur reglulega fræðslusamkomur
og á vegum hans eru rekin öflugt trúboðsstarf og
kennsla.
Vottar benda á varðveislu Biblíunnar, innra
samræmi hennar, vísindalega nákvæmni og síð-
ast en ekki síst spádóma hennar sem sönnun fyr-
ir því að höfundur hennar sé Guð en ekki menn.
Þeir trúa því að Guðsríki sé raunveruleg, himnesk
stjórn og ekki líði á löng þar til hún taki við og ríki
yfir allri jörðinni. En með því verði endir bundinn
á m.a. hernað, fátækt, glæpi og kúgun.
Svanberg K. Jakobsson, kynningarfulltrúi Votta
Jehóva, fullyrðir að konur njóti sömu virðingar í
söfnuðinum og karlar. Þær taki mikinn þátt í
starfsemi safnaðarins og inni af hendi meiri hluta
trúþoðsstarfsins, en þær eru 328 talsins í söfnuð-
inum sem telur 368 meðlimi. „Umsjón og forysta
safnaðarins er í höndum karla, og er svo í söfnuð-
um Votta Jehóva um heim allan. Þetta er í sam-
ræmi við þá meginreglu Biblíunnar að karlar og
konur hafi að ýmsu leyti ólík hlutverk þó að hvor-
ugt sé æðra sett eða lægra en hitt. Þessi hlut-
verkaskipan gerir ráð fyrir því að forystan og á-
byrgðin, sem fylgir henni, hvíli almennt séð á
herðum karlanna.“ Forystustörfin í söfnuðinum
eru ólaunuð sjálfboðavinna.
Krossinn - ólík verksvið kynjanna
Krossinn var stofnaður árið 1978 á íslandi og er
staðsettur í Kópavoginum. Meðlimir hans aðhyll-
ast trú hvítasunnumanna, þ.e. endurkomu Krists,
frelsun fyrir trúna á hann og skírn í heilögum anda
en það felst í því að tala tungum og skírast með
niðurdýfingu. Árið 1996 voru kynin í jöfnu hlutfalli í
söfnuðinum, en körlum hafði þá fjölgað með stofn-
un meðferðarheimilis fyrir unga menn með áfeng-
is- og fíkniefnavandamál. Nú eru karlar eilítið fleiri
heldur en konur, eða 277 karlar á móti 225 konum.
57