19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 28
skyldunnar, hag kvenna og barna og stöðu þeirra
í þjóðfélaginu. Opinber þjónusta er gersamlega í
skötulíki. Það er tómarúmið, sem fjölskyldan fyllir
upp í. Hvers vegna er þetta svona? Það er vegna
hins óforbetranlega karlaveldis í stjórnmálum,
stjórnsýslu og atvinnurekstri. Konan er í stöðugri
varnarbaráttu fyrir hönd fjölskyldunnar gegn
þessu kerfi. Þetta er að minnsta kosti mín niður-
staða af eigin reynslu, umhugsun og samanburði
á Ítalíu og þeim norrænu hefðum, sem mér voru
innrættar.
Konan veit hvað hún hefur
Saga Ítalíu er saga fjölskyldunnar. Eftir því sem
ríkinu og stofnunum þess hnignaði og þeim mun
rækilegar sem getuleysi ríkisins til að fullnægja
þörfum almennings kom í Ijós, þeim mun brýnna
var, að fjölskyldan stæði saman og þeim mun
mikilvægara var hlutverk fjölskyldunnar til að
halda uppi siðmenntuðu þjóðfélagi. Þeim mun ve-
sælla og spilltara, sem ríkisvaldið varð, þeim mun
meiri varð ábyrgð fjölskyldunnar að fylla upp í
tómarúmið. Fjölskyldan varð haldreipi samfélags-
ins, límið, sem batt saman hinar smáu einingar í
einhvers konar heild, enda ekki öðrum til að
dreifa. íhaldssemi ítalsks þjóðfélags birtist í því að
halda dauðahaldi í óbreytt ástand; í þessa hefð.
Að baki býr aldagömul og grunnmúruð vantrú á,
að stofnanir þjóðfélagsins (ríkið, embættiskerfið,
heilbrigðiskerfið, tryggingarkerfið, borgarkerfið)
rísi undir skyldum sínurm. Þegar nútíminn og al-
þjóðavæðingin sækja að virkisveggjum fjölskyld-
unnar, t.d. með kröfunni um atvinnuþátttöku
kvenna utan heimilis, fer fjölskyldan í varnar-
stöðu. Konan veit hvað hún hefur, en ekki hvað
hún hreppir. Þessi klassíska fjölskylda sem hefur
ráðið ríkjum á Ítalíu öldum saman er í stöðugri
mótsögn við ríkisskrifræðið, þjóðfélagið, hún lok-
ar sig af, einangrar sig og er einstaklega eigin-
gjörn í eðli sínu. Hún heldur dauðahaldi í hefð-
bundin gildi á óvissu tímum. Hennar megin hlut-
verk er fyrst og fremst að leysa þarfir ,,þegna
sinna“. Fjölskyldan ver sig og sína með kjafti og
klóm og skirrist ekki við að gera það á kostnað
heildarinnar „solidariat sociale". Þetta fyrirbæri
kalla ítalir „familismo amorale" - siðblindu vensl-
anna -, og það hefur verið verðugt viðfangsefni
fræðimanna og rithöfunda sem sérítalskt fyrir-
bæri. „La famiglia" - fjölsyldan - sem snýst í kring-
um móðurímyndina, „figura della madre“.
Karlaveldið lokar dyrum sínum
Fjölskyldan er allt í senn, löghelgun á sambandi
kynjanna, uppeldisstofnun, tryggingarstofnun, at-
vinnumiðlun, lífeyristrygging og elliheimili. Allir
vita, að ríkið er fullkomlega ófært um að leysa fjöl-
skylduna af hólmi. Það hlýtir engum reglum. Það
er spillt. Það mismunar fólki eftir uppruna, efna-
hag, menntun, stöðu. Það misnotar fé. Enginn
hefur trú á að hægt sé að breyta því til hins betra.
Allar umbótatilraunir hafa runnið út í sandinn.
Fjölskyldan, þetta virki konunnar sem byggir á
fórnfýsi hennar, hefur staðið af sér öll áhlaup.
Ríkisskrifræðið, karlaveldið er óábyrgt, spillt,
óhagkvæmt og rúið trausti. Um það eru allir sam-
mála, bæði kyn, ungir og gamlir. Það er því skilj-
anlegt, að karlinn vilji viðhalda hinum helgu véum
fjölskyldunnar, þar sem föðurveldið - „patriarkið"
- er viðurkennt að nafninu til, þótt konan haldi öll-
um þráðum í hendi sér í reynd, og meira að segja
konan er treg til að gefa upp virkið, þótt það byggi
á sjálfsafneitun hennar og fórnfýsi, vegna þess að
hún veit að karlaveldið er ófært um að taka við
hlutverki hennar. Kaþólska kirkjan umlykur þetta
allt saman og helgar með hefðum og heilagleika
trúarinnar, sem hvílir eins og mara yfir öllum sam-
an. Þversögnin er því sú, að bæði kyn, karlar og
konur, snúa bökum saman um að verja virkið -
fjölskylduna - fyrir áreiti og ásókn nýrra tíma, sem
boða frelsun konunnar frá undirokun karlaveldis-
ins. Kirkjan fordæmir hvort tveggja getnaðarvarn-
ir og fóstureyðingar, og þar með frelsun konunn-
ar frá hefðbundnu móðurhlutverki. Karlaveldið
lokar dyrum sínum í stjórnmálum, stjórnsýslu og
fyrirtækjum fyrir hinni frjálsu útivinnandi nútíma-
konu, og konan sjálf hikar við að knýja þar dyra
vegna þess að hún veit, hvað hún hefur, en ekki
það sem hún hreppir. Niðurstaðan er „status
quo“, óbreytt ástand, farg fortíðarinnar hvílir af
öllum sínum þunga á herðum konunnar, sem
heldur þessu þjóðfélagi uppi af fórnfýsi sinni - í
nafni hins eilífa kvenleika. □
28