19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 68

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 68
nefndinni þannig að fulltrúum frá öllum Norður- löndunum er gert kleift að taka þátt í fundum án verulegs kostnaðar fyrir þátttökulöndin. í júní 2001 var KRFÍ boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu um jafnréttismál, sem haldin var í Vilnius í Litháen og tók Þorbjörg Inga Jónsdóttir þátt fyrir félagið. Þessi ráðstefna var hugsuð til eftirfylgni við ráðstefnuna Konur og lýðræði sem haldin var hér á landi 1999. Ráðstefnan var hin glæsilegasta í alla staði og hafði að geyma bæði marga og áhugaverða fyrirlestra og kynningar í vinnuhóþum. Auk KRFÍ tóku þátt í ráðstefnunni fulltrúar frá oþinberum aðilum hér á landi svo og frjálsum félagasamtökum s.s. Kvennaathvarfi og Stígamótum. í október 2001 tók Kristín Þóra Harðardóttir þátt í fundi IAW, International Alliance of Women, sem haldin var í Vín í Austurríki og var aðalefni fundar- ins framlag kvenna í þágu friðar. Umræðuefni fundarins markaðist nokkuð af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum þann 11. september 2001, en einnig var vikið að undirbúningi þings IAW sem haldið verður á Sri Lanka í september 2002. Stjórn KRFÍ hefur þegar ákveðið að senda fulltrúa á þingið næsta haust fáist til þess fjármagn, auk þess sem félagið mun taka þátt í tilnefningu full- trúa í stjórn IAW. Konur til áhrifa. Það var mat stjórnar KRFÍ að minna þyrfti á hlut kvenna í sveitarstjórnum veturinn 2001-2002 vegna væntanlegra kosninga í maílok. í því skyni voru útbúnir límmiðar með merki félagsins og á- letruninni „Kjósum konur“ auk þess sem haldið var málþing um konur og sveitarstjórnarkosning- ar þann 24. nóvember 2001 í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Yfirskrift málþingsins var Konur til áhrifa og voru þar flutt ávörp um þátttöku kvenna í stjórnmálum fyrr og síðar. Sigríður Lillý Baldursdóttir, fyrrver- andi formaður, stýrði málþinginu og fyrirlesarar voru, eftirtaldar: Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra sem fjallaði m.a. um þátttöku kvenna í sveitarstjórnum í erindi sínu „Ekki íþyngir pungur- inn.“ Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, flutti erindi um konur í fram- boði. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi, flutti erindi sem hét „Svarið er einfalt - pólitískur vilji er allt sem þarf“. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir alþingismaður fjallaði um jafnrétti við opin- bera stefnumótun og Kristín Sigfúsdóttir, kennari á Akureyri, fjallaði um það að virkja konur til starfa. Að lokum flutti Kristín Ástgeirsdóttir erind- ið „Byggjum nýjan heim með höndum traustra kvenna í öllum löndum...“, en málþinginu lauk með pallborðsumræðum fulltrúa allra stjórnmála- flokka sem sæti eiga á Alþingi. Þeir voru, Anna Sigríður Þórðardóttir frá Sjálfstæðisflokki, Guðni Ágústsson frá Framsóknarflokki, Steingrímur Sig- fússon frá Vinstri hreyfingunni - Grænu framboði, Steinunn V. Óskarsdóttir frá Samfylkingunni og Sverrir Hermannsson frá Frjálslynda flokknum, en auk þeirra tók undirrituð þátt í pallborðsumræð- um. Málþingið tókst vel að öðru leyti en því að aðsókn var í lágmarki og verður það að öllum líkindum rakið til tímasetningar í upphafi aðventu. Ákveð- ið hefur verið að halda annað málþing, um konur og alþingiskosningar á komandi vetri og verður tímasetning þess ákveðin að vel athuguðu máli til að þátttaka verði sem best. Fyrir málþingið sendi KRFÍ öllum konum í sveitar- stjórnum sérstakt boð um að mæta á málþingið og bókina „í gegnum glerþakið - valdahandbók fyrir konur“ að gjöf í samvinnu við Nefnd um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum, og mæltist það vel fyrir. Þá naut félagið dyggrar aðstoðar Hildar Helgu Gísladóttur og Unu Maríu Óskarsdóttur frá Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum við undirbúning málþingsins og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka það sérstaklega. Jólafundur. Jólafundur KRFÍ var haldinn þann 6. desemþer 2001 á Hallveigarstöðum og voru þar eftirtaldar þækur kynntar: Björg C. Þorláksson eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, Dömufrí eftir Jónínu Benediktsdóttur, Kvennaslóðir, rit til heiðurs Sig- ríði Th. Erlendsdóttur, Hátt uppi eftir Hlín Agnars- dóttur og Niko eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur. Ómissandi liðir eins og bókahappdrætti og pipar- kökur voru auðvitað einnig á dagskrá. Erlendar konur og íslenskt jafnrétti. Árleg janúarráðstefna KRFÍ var að þessu sinni haldin þann 26. janúar 2002 í Ráðhúsi Reykjavík- ur og fjallaði um stöðu kvenna hér á landi sem eru af erlendu bergi brotnar. Ráðstefnan var áhuga- verð í alla staði og var þetta líklega í fyrsta skipti hér á landi sem haldin er ráðstefna til að fjalla um aðstæður erlendra kvenna þar sem þær sjá sjálf- ar alfarið um umfjöllunina með fyrirlestrum. Fyrir- lesarar voru eftirtaldar: Amal Tamimi frá Palest- ínu með erindið „AraPíska konan - milli hefðar og 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.