19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 68
nefndinni þannig að fulltrúum frá öllum Norður-
löndunum er gert kleift að taka þátt í fundum án
verulegs kostnaðar fyrir þátttökulöndin.
í júní 2001 var KRFÍ boðið að senda einn fulltrúa
á ráðstefnu um jafnréttismál, sem haldin var í
Vilnius í Litháen og tók Þorbjörg Inga Jónsdóttir
þátt fyrir félagið. Þessi ráðstefna var hugsuð til
eftirfylgni við ráðstefnuna Konur og lýðræði sem
haldin var hér á landi 1999. Ráðstefnan var hin
glæsilegasta í alla staði og hafði að geyma bæði
marga og áhugaverða fyrirlestra og kynningar í
vinnuhóþum. Auk KRFÍ tóku þátt í ráðstefnunni
fulltrúar frá oþinberum aðilum hér á landi svo og
frjálsum félagasamtökum s.s. Kvennaathvarfi og
Stígamótum.
í október 2001 tók Kristín Þóra Harðardóttir þátt í
fundi IAW, International Alliance of Women, sem
haldin var í Vín í Austurríki og var aðalefni fundar-
ins framlag kvenna í þágu friðar. Umræðuefni
fundarins markaðist nokkuð af hryðjuverkunum í
Bandaríkjunum þann 11. september 2001, en
einnig var vikið að undirbúningi þings IAW sem
haldið verður á Sri Lanka í september 2002.
Stjórn KRFÍ hefur þegar ákveðið að senda fulltrúa
á þingið næsta haust fáist til þess fjármagn, auk
þess sem félagið mun taka þátt í tilnefningu full-
trúa í stjórn IAW.
Konur til áhrifa.
Það var mat stjórnar KRFÍ að minna þyrfti á hlut
kvenna í sveitarstjórnum veturinn 2001-2002
vegna væntanlegra kosninga í maílok. í því skyni
voru útbúnir límmiðar með merki félagsins og á-
letruninni „Kjósum konur“ auk þess sem haldið
var málþing um konur og sveitarstjórnarkosning-
ar þann 24. nóvember 2001 í Ráðhúsi Reykjavík-
ur.
Yfirskrift málþingsins var Konur til áhrifa og voru
þar flutt ávörp um þátttöku kvenna í stjórnmálum
fyrr og síðar. Sigríður Lillý Baldursdóttir, fyrrver-
andi formaður, stýrði málþinginu og fyrirlesarar
voru, eftirtaldar: Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi
ráðherra sem fjallaði m.a. um þátttöku kvenna í
sveitarstjórnum í erindi sínu „Ekki íþyngir pungur-
inn.“ Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri
Frjálslynda flokksins, flutti erindi um konur í fram-
boði. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi,
flutti erindi sem hét „Svarið er einfalt - pólitískur
vilji er allt sem þarf“. Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir alþingismaður fjallaði um jafnrétti við opin-
bera stefnumótun og Kristín Sigfúsdóttir, kennari
á Akureyri, fjallaði um það að virkja konur til
starfa. Að lokum flutti Kristín Ástgeirsdóttir erind-
ið „Byggjum nýjan heim með höndum traustra
kvenna í öllum löndum...“, en málþinginu lauk
með pallborðsumræðum fulltrúa allra stjórnmála-
flokka sem sæti eiga á Alþingi. Þeir voru, Anna
Sigríður Þórðardóttir frá Sjálfstæðisflokki, Guðni
Ágústsson frá Framsóknarflokki, Steingrímur Sig-
fússon frá Vinstri hreyfingunni - Grænu framboði,
Steinunn V. Óskarsdóttir frá Samfylkingunni og
Sverrir Hermannsson frá Frjálslynda flokknum, en
auk þeirra tók undirrituð þátt í pallborðsumræð-
um.
Málþingið tókst vel að öðru leyti en því að aðsókn
var í lágmarki og verður það að öllum líkindum
rakið til tímasetningar í upphafi aðventu. Ákveð-
ið hefur verið að halda annað málþing, um konur
og alþingiskosningar á komandi vetri og verður
tímasetning þess ákveðin að vel athuguðu máli til
að þátttaka verði sem best.
Fyrir málþingið sendi KRFÍ öllum konum í sveitar-
stjórnum sérstakt boð um að mæta á málþingið
og bókina „í gegnum glerþakið - valdahandbók
fyrir konur“ að gjöf í samvinnu við Nefnd um auk-
inn hlut kvenna í stjórnmálum, og mæltist það vel
fyrir. Þá naut félagið dyggrar aðstoðar Hildar
Helgu Gísladóttur og Unu Maríu Óskarsdóttur frá
Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum við
undirbúning málþingsins og vil ég nota þetta
tækifæri til að þakka það sérstaklega.
Jólafundur.
Jólafundur KRFÍ var haldinn þann 6. desemþer
2001 á Hallveigarstöðum og voru þar eftirtaldar
þækur kynntar: Björg C. Þorláksson eftir Sigríði
Dúnu Kristmundsdóttur, Dömufrí eftir Jónínu
Benediktsdóttur, Kvennaslóðir, rit til heiðurs Sig-
ríði Th. Erlendsdóttur, Hátt uppi eftir Hlín Agnars-
dóttur og Niko eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur.
Ómissandi liðir eins og bókahappdrætti og pipar-
kökur voru auðvitað einnig á dagskrá.
Erlendar konur og íslenskt jafnrétti.
Árleg janúarráðstefna KRFÍ var að þessu sinni
haldin þann 26. janúar 2002 í Ráðhúsi Reykjavík-
ur og fjallaði um stöðu kvenna hér á landi sem eru
af erlendu bergi brotnar. Ráðstefnan var áhuga-
verð í alla staði og var þetta líklega í fyrsta skipti
hér á landi sem haldin er ráðstefna til að fjalla um
aðstæður erlendra kvenna þar sem þær sjá sjálf-
ar alfarið um umfjöllunina með fyrirlestrum. Fyrir-
lesarar voru eftirtaldar: Amal Tamimi frá Palest-
ínu með erindið „AraPíska konan - milli hefðar og
68