19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 64

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 64
Kvenréttindafélag Islands 95 ára Eftir: Erlu Huld Halldórsdóttur Kvenréttindafélag íslands var stofnað af 15 konum á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur að Þingholts- stræti 18 í Reykjavík hinn 27. janúar 1907. Félagið fagnar því 95 ára starfsafmæli á þessu ári. Helstu markmið Kvenréttindafélags íslands voru að vinna að því að konur fengju full stjórnmálaleg réttindi og að þær nytu sömu réttinda og karlar til menntunar og embætta. Þegar Kvenréttindafélagið var stofnað voru rétt- indi kvenna af skornum skammti. Lítill hópur kvenna hafði takmarkaðan kosningarétt og kjör- gengi til sveitarstjórna en réttur til þátttöku í Al- þingiskosningum var enn víðsfjarri. Konur höfðu um þriggja ára skeið haft óheftan aðgang aó Lærða skólanum (Menntaskólanum í Reykjavík) og aðeins voru sjö ár frá því sett höfðu verið lög um réttindi giftra kvenna, en allt til ársins 1900 voru þær ósjálfráða. Laun kvenna og karla voru fráleitt þau sömu fyrir þau fáu störf sem bæði kynin inntu af hendi (s.s. barnakennsla og verkamannavinna), réttindi einstæðra mæðra og óskilgetinna barna voru fyrir borð borin og svo mætti áfram telja. Hið íslenska kvenfélag hafði fyrst kvenfélaga sett kvenréttindi á stefnuskrá sína þegar það var stofnað árið 1894 en hafði síðustu árin lagt meiri áherslu á líknarmál en kvenréttindi. Þörfin á félagi sem hafði kvenréttindi sem sitt aðal markmið var því brýn. Fortíðin Þau tíðindi urðu strax fyrsta starfsár Kvenrétt- indafélagsins að Alþingi samþykkti lög sem veittu konum (þó ekki vinnukonum) í Reykjavík og Hafn- arfirði kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórn- ar. Kvenréttindafélagið, með Bríeti í broddi fylk- ingar, hafði forgöngu um að kvenfélögin í Reykja- vík sameinuðust um sérstakan framboðslista kvenna, sem á voru nöfn fjögurra kvenna, og hófu vel skipulagða kosningabaráttu. Þær unnu stór- sigur og komu öllum frambjóðendum sínum að. Fyrir tilstilli Bríetar Bjarnhéðinsdóttur lagði Hannes Hafstein fram frumvarp á Alþingi árið 1911 sem kvað á um réttindi kvenna til menntun- ar og embætta. Eftir nokkrar umræður og vanga- veltur um hlutverk og eðli kvenna samþykkti þing- heimur frumvarpið og þar með höfðu íslenskar konur fengið réttindi sem nánast voru einsdæmi í veröldinni; skýlausan rétt til allra embætta og ó- heftan aðgang að öllum skólum landsins, þar á meðal Háskóla íslands sem tók til starfa sama ár. Kosningarétt og kjörgengi til Alþingis fengu konur loks árið 1915, takmarkaðan þó, því rétt- indin fengu aðeins konur 40 ára og eldri. Aldurs- takmarkið átti að lækka um eitt ár næstu 15 ár eða þar til 25 ára aldri væri náð en við þann aldur var kosningaréttur karla miðaður. Þessi takmörk- un var felld úr gildi árið 1920 og sömu skilyrði lát- in gilda fyrir konur og karla. Þegar þessi réttindi voru fengin þótti mörgum sem nú væri nóg komið. Konur hefðu fengið þau réttindi sem þær kröfðust og frekari kvenréttinda- barátta því þarflaus. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var ekki á þeim buxunum. Hún vissi að konur þyrftu áfram að halda vöku sinni og skrifaði í síðasta tölublað Kvennablaðsins árið 1919 að þær yrðu að nota réttindi sín: i I \ i 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.