Sólskin - 01.07.1935, Qupperneq 8
og ganga á móti óvinunum. Hver hermaður horfir
á þjóðarfánann, sem ber hátt við loft fremst í fylk-
ingu. Þar eru bestu hermennirnir. Þeim er treyst til
þess að „láta aldrei fánann falla“. Fyrir hann hefir
margur hraustur drengur gefið sinn síðasta blóð-
dropa. Þegar hetja lætur líf sitt fyrir ættjörðina, er
líkið oft sveipað fánanum.
Eftir því sem aldir líða, elskar hver þjóð æ meira
fánann, sem hún hefir barist undir fyrir frelsi lands
og þjóðar og úthellt blóði sínu fyrir.
Okkar fáni er ungur, aðeins síðan 1918, en þjóð-
in, sem hann táknar, er meira en 1000 ára gömul.
Þess v,egna minnir fáninn okkur á allt, sem unnið
hefir verið fyrir land og þjóð, frá því er hún fædd-
ist inn í frelsið fyrir þúsund árum.
Alheimsfáni.
Fyrir jafnmörgum árum og ártalið sýnir okkur,
fæddist sá í heiminn, sem kenndi, að ekki væri nóg
að elska ættmenn sína og landa, það ætti að elska
alla menn, jafnvel þá, sem gera okkur illt. Það var
Jesús Kristur. Þessi dýrðlega kenning var svo ólík
öllu, sem menn höfðu heyrt, að þeir skildu hana
ekki og tóku boðbera hennar og krossfestu hann.
Síðar varð krossinn að tákni kærleika og guðlegr-
ar mannelsku.
Fáninn táknar ást á ættjörðinni, en krossinn ást
til Guðs og allra manna.
Margar þjóðir hafa kross í fána sínum. Við höf-
um tvo krossa í okkar fána. Það eykur fegurð hans
og vegsemd.
6