Sólskin - 01.07.1935, Síða 17

Sólskin - 01.07.1935, Síða 17
nóttu sem degi. Og vegna þess, að hann getur ekki séð í myrkrinu, verður hann að nota aðra skynjun, svo sem heym, lykt og tilfinningu. Einu sinni var eg leiðsögumaður margra her- manna gegnum dimman skóg í náttmyrkri. Þeir ætluðu sér að gera árás á óvinina. Eg hafði farið þarna um daginn áður, og eg gat ratað með því að rekja sporin mín, þannig að þr.eifa eftir þeim með höndunum. Það getur komið fyrir hvern einasta skáta að þurfa að starfa í náttmyrkri. Þess vegna vil eg ráð- leggja öllum ylfingum að læra það. Það er afbragðs venja, að fara á fætur í myrkri á morgnana, baða sig og núa húðina, hreinsa tenn- ur, gera líkamsæfingar, klæðast og jafnvel binda skóreimar og hálsbindi, og gera þetta allt án þess að kveikja ljós. Eftir dálitla æfingu gengur þetta ágætlega. Þá er það góð æfing, að læra að rata með bundið fyrir augun. Þá fyrst finnur maður, hve gott það er að kunna að nota fleir.i en eina skynjun. Það er oft hægt að hlusta og heyra hljóð, sem g.eta hjálp- að manni til þess að átta sig og rata rétta leið. Oft má heyra brimhljóð, foss- eða lækjarnið, sjó- eða heiðarfuglasöng, og önnur hljóð, sem geta vísað veg, þegar augun geta ekki orðið að liði. Lyktin getur oft orðið að gagni. Þaralykt, áburð- arlykt frá peningshúsum og meðalalykt frá lyfja- búð g.efa óræka vitneskju um það, hvar vjð erum staddir. Góðir ferðamenn á Islandi hafa þann sið, þegar 15

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.