Sólskin - 01.07.1935, Síða 23

Sólskin - 01.07.1935, Síða 23
hefir verið of stór til þess að gleypa hann. Það sést á farinu eftir hann í snjónum. — En ekkert af hon- um sést hér, og ekki hefði hann getað etið hann allan, svo að hann hlýtur að hafa borið hann áfram í nefinu. —Sjáið, þarna liggur molinn, og sporin ná fast að honum. En hvað er þetta, sem liggur þarna þvers yfir slóð snjótittlingsins? Það er slóð eftir kan- ínu. Litlu lengra burtu liggur brauðmolinn, þar sem fuglssporin enda. Hann hefir flogið upp. Má vera, að kanínan hafi styggt hann. Nei, það getur ekki verið, því að fuglssporin liggja ofan á sporum kanínunnar. Hann hefir verið hér á eftir henni. Svo hefði kanínan líklega hirt molann, ef hann hefði orðið hér á leið hennar. En hvað hef.ir getað komið snjótittlingnum til að sleppa molanum og fljúga upp? Ó, nú sé eg. Hér eru önnur fótspor. Hver er það, sem hefir gengið svona varlega. Afturfæturnir hafa seilst & *> Frú kisa á veiðum. fram undir framfótasporin, svo að það lítur út fyrir að hér hafi v,erið gengið á tveim fótum. Það er frú kisa. Hún hefir verið á veiðum líka. 21

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.