Sólskin - 01.07.1935, Side 25

Sólskin - 01.07.1935, Side 25
Grímur gamli, húsbóndi hans, hefir verið sæmi- lega reiður. Hér er auðséð, að hann hefir numið staðar og skammað Snata. Nei, líttu á; hér hefir hann hent stafnum sínum í hann. Og veslings Snati hefir iðrast synda sinna og skriðið auðmjúkur til búsbónda síns með staf- inn í munninum. Þetta er auðséð, því að manns- Veslings Snati skríður auðmjúkur til húsbónda síns með 8tafinn. sporin liggja ekki að farinu eftir stafinn, heldur snúa hundssporin þar við og til mannsins, og staf- urinn Jiggur þar ekki lengur. Allt hefir endað vel. Enginn hefir gert öðrum mein. Grímur gamli hef.ir gengið heim til sín og pjakk- að stafnum í snjóinn, og Snati hefir fylgt honum. Kisa hefir líka haldið heim með rófuna í háalofti. Snjótittlingurinn er að skoppa þarna uppi á húsþaki og kanínan er komin inn í hlýja og góða kofann sinn. Og hér enda fréttir dagsins. En hvað hef.ir orðið af litlu ljósálfunum? munuð þið spyrja. Þeir hafa horfið til jarðarinnar og dáið eins og aðrir. Þeir hvíla þar kaldir og hvítir, þangað til sólin kemur og v.ekur þá. Þá bráðna þeir og hverfa. 23

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.