Sólskin - 01.07.1935, Blaðsíða 27
sjö fet að þvermáli, svo að taglið hlaut að vera 3 Yz
fet, til þess að ná til runnanna beggja megin.
Á einum stað beygðist tré út yfir veginn, og ein
greinin var réttum fimm fetum frá jörðu. Þegar
hesturinn gekk undir greinina, hefir hún snert
herðakamb hans og strokið af honum fáein hár,
'sem héngu á greininni. Af þessu sá eg, að hesturinn
var grár, og að hann var fimmtán þverhandir á
hæð. (Þverhönd er n.l. 10 sm. Persneskt mál). —
Hann hafði strokið skeifunni við stein, og sá eg
þar silfurlita rák. Einnig hafði hann bitið gras fast
við stein og slegið stönginni í steininn og sást þar
gullrák".
Þannig fer skáti að því, að afla sér vitneskju.
En það kostar það, að hafa augun opin, og leyfa
engu smávægi að fara fram hjá. Það verður víst
langt þangað til þú verður svo slyngur, að geta það.
Dýr.
Þér getur orðið mikil hjálp að því, að kynnast
og skilja v.enjur ýmsra dýra og fugla. Það er eitt
í lögum skáta, að skáti er dýravinur. Búðu þig því
undir skátastarf þitt með því að vera góður við all-
ar skepnur, sem þú nærð til. Ef þú átt einhverja
skepnu, þá er mjög margt, sem þú getur gert fyrir
hana. Til dæmis að gleyma aldrei að gefa henni á
réttum tíma. (Þykir þér ekki sjálfum gott að fá
reglubundnar máltíðir?) Og þá ekki síður að halda
henni hreinni og öllu umhverfi hennar.
25