Sólskin - 01.07.1935, Page 37
Þeir lágu úti á vetrura á litlum tréskipum, stund-
um á bátum.
Oft var kalt hjá þeim, er hríðar og frost voru.
Þessir menn voru einkum norðanlands. Við Suður-
og Vesturland veiddu menn þorsk, og lágu úti á
skipum sínum á vetrum.
Þetta var köld og hörð útivist.
Nú eru það aðallega skip, sem eru nefnd togarar,
er sækja á djúpmiðin. Þau skip eru stærri og sterk-
ari en gömlu tréskúturnar, og hafa ýmsan full-
komnari útbúnað, t. d. gufuvél. Togararnir eru
líka sumir á veiðum næstum því allt árið, í hvaða
veðri sem er. Þeir komast oft í hann krappan, bæði
við veiðar og á siglingum milli landa, er þeir selja
afla sinn.
Á íslenskum togurum eru flestir ungir og hraust-
ír menn, „þéttir á velli og þéttir í lund“. Störf þeirra
eru eigi heiglum hent.
Þó að hér hafi einkum verið minnst á djúpmiða-
fiskimenn, þá gildir nokkuð hið sama um aðra fiski-
menn. Það er engu hættuminna að stunda fiskiveið-
ar hér við land með ströndum fram. Veður er
breytilegt, tíðir stormar og sumstaðar þokusælt.
Brim, sker og grynningar eru hættur, sem sífellt
ógna lífi sjómanna, beri þá að strönd landsins. Á
síðastliðnum 20 árum hafa Islendingar annast vöru-
flutninga sína milli landa að nokkru leyti, og eins
með ströndum fram. Það er talin mikil fjárhagsleg
og menningarleg nauðsyn, að Islendingar flytji vör-
tir sínar sjálfir á eigin skipum milli landa og með
ströndum fram. Islenskir sjómenn /eru hvarvetna
85