Sólskin - 01.07.1935, Page 54
Gerðu áhlaup með burstanum á sóttkveikjurnar,
þessa litlu óvini, sem íela sig milli tannanna og bak
við þær, og skolaðu sýklunum út úr þér með vatns-
sopa, svo að þeim takist aldrei að eyðileggja tenn-
urnar í þér. Burstið bæði þversum og langsum.
Blökkumenn Afríku geta ekki farið í búð að fá
sér tannbursta, en hafa þó heilar tennur. Þeir bursta
líka tennurnar og hafa til þess smábursta, sem þeir
búa til sjálfir úr tré. Þeir slá með hamri á endann
á smáspýtu, svo að hann trosnast upp og verður
líkur pensli.
Fœturnir.
Fæturnir eru verr settir en flestir aðrir líkams-
hlutar, vegna þess að þeir eru byrgðir inni í skóm
og sokkum allan daginn. Þess vegna þarf að þvo
sér iðulega um fæturna. |
Þú getur ekki gengið langt, ef þér er illt í fót-
unum. Oft koma blöðrur á fæturna, af því að sokk-
arnir eru rakir af svita. Vætan gerir hörundið
mjúkt og viðkvæmt, svo að það verður aumt við
minnsta núning eða hleypur upp í blöðrur. Það má
kima í veg fyrir blöðrur, með því að fara oft úr
skóm og sokkum, svo að húðin þorni. Og ekki er
fráleitt að smyrja fæturna í sama skyni áður en
farið er í sokkana.
Ekki er mikið í húfi, þótt blöðrur komi á fæt-
urna, því að auðvelt er að losna við þær, ef rétt *
er að farið. En ef ekki er skeytt um blöðrurnar,
svo að skinnið nuddast af, getur það valdið illkynj-
uðu sári.
52
)