Sólskin - 01.07.1935, Qupperneq 58
brigðisreglur o. s. frv. Ef drengur getur ekki svar-
að, eða svarar rangt, beygir hann annan handlegg-
inn, eins og hann hefði höndina í fatla. Þegar hon-
um mistekst í annað sinn, beygir hann hinn hand-
legginn á sama hátt. Næst leggst hann á hnén, og
þegar honum mistekst í fjórða skipti, fellur hann
til jarðar.
Skógarvörður og veiðiþjófur.
Skóginn táknar hringur af ylfingum, sem haldast
í hendur. Hver þeirra táknar eitt tré.
Veiðiþjófinn táknar einn ylfingur, sem er látinn
fara út úr herberginu. Þegar hann er farinn út, vel-
ur ylfingaforinginn einn ylfing í hringnum, til þes»
að vera „skógarvörð(Sá á að vera kyrr á sínum
stað í hringnum).
Húfa er látin á gólfið í miðjum hringnum.
Síðan er kallað á veiðiþjófinn. Hann má fara ínn
í „skóginn" á milli hvaða trjáa sem hann vill (þ. e.
a. s. undir handlegginn á ylfingunum), en hann
verður að fara út milli sömu trjánna og hann kom
inn á milli.
Hann veit auðvitað ekki, hvaða ylfingur er skóg-
arvörðurinn. Hlutverk veiðiþjófsins er að taka húf-
una og komast með hana út úr hringnum, áður en
skógarvörðurinn geti snert hann. Skógarvörðurinn
má þó ekki snerta hann, nema meðan hann er með
húfuna í hendinni.
Hlutverk skógarvarðarins er að koma ekki upp
hver hann sé, fyrr en hann ræðst að veiðiþjófnum.
56