Sólskin - 01.07.1935, Page 66

Sólskin - 01.07.1935, Page 66
Baunapokaleikur. Ylfingar standa í hring. Einn drengur stendur í miðjum hringnum. Drengirnir henda baunapoka á milli sín á ýmsa vegu. Ylfingurinn í miðjunni reynir að ná honum. Ef hann getur það, hendir hann hon- um upp í loftið (þannig að hann geti komið niður í miðjan hringinn) ; en hinir reyna svo að grípa hann, áður en hann fellur til jarðar. Ef engum heppnast það, verður sami ylfingur aftur inni í hringnum. Heilrœði. öll börn eiga að hjálpa til að prýða og bæta um- hverfið. Lærið að víkja til vinstri, hverjum sem þið mætið. Lítið vel til hliðar, áður en þið farið yfir þvera götu, svo að þið verðið ekki undir bíl. Varist þann við- bjóðslega og hættulega ósið, að lafa aftan í bílum. Reynið að velja ykkur leiksvæði annars staðar en á fjölfarinni götu. Þar er t. d. bannað að velta gjörð. Reynið að gera a. m. k. eitt gott verk á hverj- um degi.

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.