Sólskin - 01.07.1936, Blaðsíða 8
Mjói: Ætli það hafi alltaf verpt kríur hérna
í Tjarnarhólmanum?
Ingveldur: Þær hafa sennilega verpt þar
við og við, en þær fóru ekki að gera það stöð-
ugt, fyr en fyrir eitthvað 15 eða 20 árum,
þegar bannaðar voru bátaferðir um Tjörn-
ina. Það voru að mig minnir þrjú hreiður í
hólmanum fyrsta árið, sem bátaskrölt á
Tjörninni var bannað.
Þormóður: En hvað ætli það séu mörg
hreiður þar nú?
Ingveldur: Ja, þeim hefir fjölgað árlega.
Það hefir mátt sjá af kríufjöldanum, þegar
þær fljúga allar upp í einu. Eg gæti trúað, að
það væru nú fram undir hundrað hreiður.
Mjói: Ætli það sé satt, að kríurnar komi
alltaf sama dag á vorin?
Ingveldur: Ja, það munar litlu. Þær koma
nálægt miðjum maí. Þær komu 12. maí í fyrra.
Maður, sem eg þekki, sem var staddur í mið-
bænum, heyrði ákaft kríugarg, en sá í fyrstu
engar kríur. Svo kom hann samt auga á þær,
en þær voru nokkuð hátt uppi. Þær voru
þrjár, og flugu hver í kringum aðra með óg-
urlegu blaki og gargi. Það var auðséð, að þær
voru mjög æstar.
6