Sólskin - 01.07.1936, Side 21
halda sig hér mikið. En það er erfitt að finna
hreiður þeirra, því að þeir verpa oftast í háu
grasi eða sefi. Óðinshanarnir eru einkenni-
legir að því leyti, að kvenfuglinn er bæði
stærri og skrautlegri en karlfuglinn, öfugt
við það, sem venjulegt er um fugla. Og það
er víst aðallega karlfuglinn, sem liggur á
eggjunum.
Sigga litla: Nei, sko kríuna, hún kafaði og
náði í eitthvað. Ætli það hafi verið lítill sil-
ungur?
Ingveldur: Það hefir víst verið hornsíli.
Það er nóg af þeim í Tjörninni. En silungur
hefir víst aldrei verið í henni, en kannske
það fari nú að verða.
Þormóður: Því heldurðu það?
Ingveldur: Það voru látin í hana í fyrra
þúsund nýklakin silungaseiði.
Mjói: Af hverju var það gert?
Ingveldur: Bara til gamans, til þess að sjá,
hvort þau gætu alist þar upp. Það var mikið
þar af álum, áður en lækurinn var byrgður.
Þormóður: En því fækkaði þeim við það?
Ingveldur: Álar hryggna ekki í ósöltu vatni,
heldur aðeins í sjó á miklu dýpi. Álaseiðin
koma úr sjónum upp í ár og læki, en leita aft-
ur til sjávar, þegar þau eru orðin að fullorðn-
19