Sólskin - 01.07.1936, Side 46

Sólskin - 01.07.1936, Side 46
er mjög fátítt að sjá þær hér á landi, þó það sé mjög gaman að eiga þær. Það eru gróður- settar í þeim jurtir, sem vaxa í vatni, sum- part af því það er fallegra, en aðallega af því, að með því móti er hægt að hafa fleiri fiska í þeim. Þormóður: Eg hélt nú að þá myndi vera hægt að hafa færri fiska. Ingveldur: Ónei, það er nú ekki svo. Fisk- arnir anda að sér súrefninu úr loftinu, sem er í vatninu, og anda aftur frá sér kolsýru. Ef það eru margir fiskar í stofutjörninni, þá eyðist smátt og smátt allt súrefnið, en þegar það er eytt, drepast fiskarnir. Mjói: Það drapst smásilungur, sem eg hafði í dollu með vatni í. Ætli hann hafi verið bú- inn með súrefnið úr vatninu? Ingveldur: Já, áreiðanlega. En ef hafðar eru jurtir í stofutjörninni, sem geta vaxið í vatni, þá helst jafnvægi á súrefnisforðanum, því að jurtirnar taka inn í sig kolsýruna, éta úr henni kolefnið, en láta súrefnið aftur út í vatnið. Þormóður: Má þá hafa eins marga fiska og maður vill, ef það eru jurtir í stofutjörninni? Ingveldur: Nei, nei, en það má hafa fleiri. í lækjavatni eru 7 teningssentimetrar í hverj- 44

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.