Sólskin - 01.07.1936, Blaðsíða 45
ur: fagurrauður á kviðnum og stundum blá-
grænn á bakinu.
Þormóður: Já, eg hefi veitt svoleiðis horn-
síli. En ætli það sé nú alveg víst, að hornsíl-
in hérna í Tjörninni byggi sér hreiður?
Ingveldur: Já, vafalaust. Eg hefi talað við
mann, sem sá hornsíli vera að byrja að
byggja hreiður; það var undan barnaskól-
anum.
Þormóður: Nú, hvernig fór það að því?
Ingveldur: Hann sagði, að það hefði tekið
smástrá í munninn og stungið þeim ofan í
leðjuna. Það var búið að stinga þannig niður
fimm eða sex, hverju við annað. En svo hefir
víst verið loft í einu stráinu, því að það flaut
alltaf upp aftur, en sílið tók það hvað eftir
annað. En að lokum hætti það þó við það.
Maðurinn hélt helst, að það hefði farið að
byggja á öðrum stað, því að seinna um dag-
inn voru öll stráin horfin. Hann hélt að sílið
hefði sótt byggingarefnið, sem það var búið
að láta þarna.
Þormóður: Nema annað hornsíli hafi stol-
ið því.
Ingveldur: Já, það held eg geti verið. En
það eru þessi glerker, sem fiskar eru hafðir í
lifandi, þessar stofutjarnir svokölluðu. Það
43