Sólskin - 01.07.1936, Blaðsíða 27
þurfa að skríða á land, til þess að komast
áfram.
Þormóður: Ætli það sé gott að veiða þau
þar?
Ingveldur: Það er auðveldara en í lækjun-
um, en það er samt nokkuð erfitt, því að þeir
eru varari um sig þar og sjá alveg eins vel á
landi eins og í vatninu.
Mjói: Fara þá allir álar í sjóinn aftur?
Ingveldur: Þeir reyna það allir, þegar þeir
verða fullorðnir.
Mjói: En ef þeir eru hafðir í tjörn, sem þeir
komast ekki úr. Deyja þeir þá?
Ingveldur: Þeir deyja að lokum, en þeir
geta þó víst lifað nokkuð lengi. í „Fiskunum“
(bók eftir Bjarna Sæmundsson) er sagt frá
ál, sem var hafður í lítilli tjörn, sem hann
komst ekki úr, og varð hann eitthvað fimm-
tíu ára gamall.
Mjói: Það væri gaman að hafa ála í dálítilli
tjörn, sem ekkert afrennsli væri úr, og vita,
hvort þeir geta orðið fimmtíu ára' gamlir.
Þormóður: Þú ert eins og kerlingin, sem
keypti sér hrafna, til þess að vita, hvort það
væri satt, að þeir gætu orðið hundrað ára.
Mjói: Það er ekki víst, að hún hafi verið
svo vitlaus, sú kerling.
25