Sólskin - 01.07.1936, Side 34

Sólskin - 01.07.1936, Side 34
Sá, sem ekki þekkir nöfnin á helstu jurtun- um, fer mikils á mis. Gangi hann út á víða- vang á sumardegi, þá er tilbreytnin lítil, ef hann ekki þekkir blómin. Þó að hann nú sjái, að blómin eru ekki öll eins, þá tekur hann ekki eftir þeim, nema að litlu leyti. Fyrir hinn, sem þekkir þau, er það aftur á móti við- burður að finna nýja tegund, sem hann hafði ekki séð áður þann dag. Einkum er það við- burður að hitta fyrir sjaldgæfar tegundir. Þið hafið víst lesið einhverjar sögur, þar sem sagt var frá því, hve skemmtilegt gæti verið á dýraveiðum, og hve geysilegur veiðihugur geti gripið menn. Eg þekki mann, sem safn- að hefir jurtum. Hann segir, að það sé alveg eins gaman að safna jurtum eins og að vera á dýraveiðum. Á jurtaveiðum verða menn moldugir á höndunum, en á dýraveiðum blóð- ugir. Og hvort ætli sé nú viðkunnanlegra? Þessi sami maður sagði mér, að þegar hann væri úti á víðavangi og rækist þar á jurt, sem hann hefði ekki fundið áður á þeim slóðum, þá gripi sig afskapleg kæti. Hann ráðleggur mönnum að safna jurtum í frístundum sín- um; það megi hafa af því mikla ánægju, og auk þess sé það heilsusamlegt, einkum fyrir þá, sem stunda innivinnu, því að þetta starf 32

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.