Sólskin - 01.07.1936, Blaðsíða 24
Ingveldur: J,á, frá báðum endum. Hann
styttist hér um bil um sjötta hluta.
Mjói: Geta álamir orðið stórir?
Ingveldur: Hængarnir (það eru karlfisk-
arnir) verða allt að hálfri stiku á lengd, en
hryggnurnar (kvenfiskarnir) verða tvöfalt
lengri, eða eins og handleggur á fullorðnum
manni. Álar verða þó oft miklu stærri en
þetta. Það hafa fengist álar hér, sem voru á
aðra stiku á lengd, og erlendis álar, sem voru
hálf önnur stika á lengd og sex tvípund (kg)
á þyngd.
Þormóður: Stika, hvað er það?
Ingveldur: Stika eða metri, það er sama.
Mjói: Hvað ætli álarnir séu gamlir, þegar
þeir eru fullorðnir?
Ingveldur: Hængarnir eru svona níu ára,
en hryggnurnar halda áfram að vaxa, og leita
ekki til sjávar, fyr en þær eru svona um það
bil þrettán ára. Þá fara þær til þess að
hryggna.
Þormóður: Hvert fara þær?
Ingveldur: Þær fara óraveg suður og vest-
ur í Atlantshaf.
Mjói: En hvenær koma þær aftur?
Ingveldur: Þær koma aldrei aftur, eins og
eg sagði áðan. Álarnir deyja að hryggning-
22