Sólskin - 01.07.1936, Side 53

Sólskin - 01.07.1936, Side 53
þeir verpa í Grænlandi og koma hér við haust og vor. Óðinshanar og þórshanar skipta um lit, þegar kemur fram í ágústmánuð, og verða þá gráleitir á litinn. En það er sjaldan að óð- inshani sjáist, eftir að hann hefir skipt um lit. Þess vegna héldu menn áður, að þetta væri annar fugl og kölluðu hann torfgrafar- álft. Eggert Ólafsson getur um þennan fugl í ferðabók sinni, en getur þó um, að verið geti að þetta sé óðinshani. Þormóður: Sko hrafnana. Ingveldur: Já, það eru líklegast ungar, sem eru nýlega orðnir fleygir. Þormóður: Geta þeir verið orðnir fleygir svona snemma? Núna í miðjum júní. Eg fann alveg nýlega maríuerluhreiður með eggjum í. Ingveldur: Já, það getur vel verið, því að hrafninn verpir svo snemma. Hann verpir fyrri hluta aprílmánaðar. Þormóður: En þá er oft snjór. Ingveldur: Ja, það er nú sama. Mjói: Hvar verpir hann helst? Ingveldur: Hann verpir í klettum, en það er ekki alltaf í háum klettum. Það verpti til dæmis einu sinni hrafn hér í Fossvoginum. Erlendis verpir hann víða í trjám. 51

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.