Sólskin - 01.07.1936, Blaðsíða 89
Ertu ei kvíðin, litla lóa? Löngum reynist vorið kalt.
Þótt nú sólin signi og vermi sveit og fjörð og landið
allt,
einatt sjóli himinhæða hvíta landið reyna lét
marga þunga mæðustorma, maífrost og páskahret.
Syngdu, syngdu, litla lóa, ljósið meðan á þig skín.
Söngur þinn mér sumar færir, sólargeisla inn til mín.
í>ó að komi klakagjóla, kali litla búkinn þinn,
seinna muntu sælli vakna, í söngva landi, vinur
minn!
Margrét Jónsdóttir.
LÓA
Komin ertu að kæta mig,
kærust allra gesta.
Langt er síðan sá eg þig,
sumarskáldið besta.
Þú hefir knúið langa Jeið
litla vængi þína,
yfir höfin hrannabreið,
heim á ættjörð mína.
Tungu þinnar mjúka mál,
móa- og heiða-drottning,
kveður djúpt í hverja sál
kærleik, frið og lotning.
87