Sólskin - 01.07.1936, Blaðsíða 47
um lítra af vatni, það er viðlíka mikið og kemst
fyrir í þrem til fjórum fingurbjörgum. Ef
minna verður í vatninu en V/2 teningssentim.
í lítranum, þá drepast silungar og laxar, sem
eru í því, en sumir fiskar geta lifað, þó ekki
sé nema þriðjungur af því súrefni í vatninu.
Þormóður: Ætli hornsíli gætu það?
Ingveldur: Nei, það held eg ekki.
Þormóður: En álar?
Ingveldur: Ja, því gæti eg trúað.
Mjói: En hvaða jurtir eru það, sem má hafa
1 stofutjörnum?
Ingveldur: Það eru margar jurtir, bæði er-
lendar og hérlendar. Af þeim, sem vaxa hér
á landi, má nefna nykrurnar. Sumar þeirra
eru alveg í kafi, en aðrar aðeins að nokkru
leyti. Það er nú til dæmis þráðnykran, sem
vex í stöðuvötnum og lygnum straumvötnum
um allt land. Hún verður svona spannar löng.
Svo er það blöðrunykran, hún er töluvert
stærri, og á henni eru bæði kafblöð og flat-
blöð. Hún kvað vera sérlega góð í stofutjarn-
ir. Þá má nefna vatnamarann, sem svo mikið
vex af við Mývatn, að það er sumstaðar vont
að komast áfram um vatnið fyrir honum.
Hann og blöðrunykran geta orðið býsna stór,
allt að því stika á lengd. Síkjamarinn, sem er
45