Sólskin - 01.07.1936, Page 5

Sólskin - 01.07.1936, Page 5
Ingveldur: Jæja, þetta er nú Lækjargatan. Hérna rann nú lækurinn einu sinni. Þormóður: En hvað er orðið af honum? Ingveldur: Ja, hann er nú reyndar hérna enn. En nú rennur hann eftir pípum neðan- jarðar. Honum var breytt þannig fyrir eitt- hvað 20—30 árum. En nú erum við að koma þar sem lækurinn rennur úr tjörninni; það er hérna við grindurnar. Mjói: Rennur úr tjörninni? Hérna bullar og vellur vatnið inn í hana! Ingveldur: Nú, það er þá svona núna. Nei, það er nú hérna, sem lækurinn rennur úr Tjörninni, en hann rennur bara öfugt núna, rækals lækurinn. Þetta er sem sé einn af þeim fáu lækjum á landinu, sem hafa það til að renna öfugt, eða einn af þeim fáu lækjum í veröldinni, sem stundum rennur öfugt allt til upptakanna. Mjói: Hvernig getur það verið? Ingveldur: Það stendur svo á því, að þegar 3

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.