Sólskin - 01.07.1936, Page 61

Sólskin - 01.07.1936, Page 61
Ingveldur: Eg heyrði oft til hans líka og sá hann. Það var skógarþröstur. Mjói: Já, en eg heyrði hann vera að syngja einu sinni rétt fyrir klukkan tólf um kvöld- ið; og einu sinni, þegar við vorum að koma innan frá Elliðaám klukkan eitt um nóttina, þá heyrði eg til hans, þegar við komum að Austurvelli. Syngja skógarþrestirnir á nótt- unni? Ingveldur: Já, þessi gerði það að minnsta kosti. Eg heyrði oft til hans milli klukkan 12 og 1 um nótt, meðan hún var björt. Mjói: En ætli allir skógarþrestir syngi eins fallega og þessi gerði? Ingveldur: Eg veit nú ekki nema þeir kunni að hafa mismunandi mikil hljóð eins og við, og mismunandi fögur. En þeir syngja flestir líkt og þetta. Mjói: Ja, þá segi eg, að eg vil láta hengja upp þúsund hreiðurkassa í Reykjavík. Þrasta- söngur er yndislegur. Þormóður: Já, heyr fyrir því. Ingveldur: í miðjum maí verpir svo fýllinn. Hann á eitt hvítt egg. Sigga litla: Verpir fíllinn? Ingveldur: Já, það er hvítur sjófugl, sem heitir fýll. 59

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.