Sólskin - 01.07.1936, Side 35

Sólskin - 01.07.1936, Side 35
dregur menn út á víðavang, yfir dali og upp um fjöll. Mjói: En er ekki vandi að safna jurtum og þurka þær? \ Ingveldur: Nei, það er fljótlært, og menn eru líka fljótir að læra að þekkja jurtirnar. Mjói: Skyldi nokkur þekkja allar jurtir, sem til eru á íslandi? Ingveldur: Já, allar æðri jurtir. Þær eru eitthvað liðlega 400 talsins. Það væri töluverð fyrirhöfn að læra að þekkja þær allar í einu, en þegar það er gert smátt og smátt, með því að safna jurtum, er tiltölulega auðvelt að læra að þekkja mikinn hluta þeirra. Mjói: Eg er góður með að fara að safna jurtum. Ingveldur: Já, það ættir þú að gera. Þormóður: Eg vil heldur fara á Ijónaveiðar. Mjói: Hvar veist þú af ljónum? Eg hefi aldrei heyrt, að þau væru hér á íslandi. Þormóður: En hefir þú þá ekki heyrt, að til væru fleiri lönd en ísland? Ingveldur: Þú gætir vel safnað jurtum, þó að þú færir síðar meir á Ijónaveiðar. Mjói: Ætli það verði nokkurn tíma, að ís- lendingur fari á ljónaveiðar? 33

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.